Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 13

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Side 13
maður, segið mér það! Hún lifir aðeins í Persíu og hefur aldrei sézt í Evrópu fyrr.“ Hann rétti fram höndina og klappaði Jack innilega á herðarnar. „Æ, fari það og veri!“ tautaði Jack og kom með nokkrar miður kurteislegar at- hugasemdir um rósarunnann sem hann hefði fallið í fyrir neðan gluggana fyrir stundu. „Runnarnir — auðvitað runnarnir!“ hrópaði prófessorinn hugfanginn. „— Þeir voru innfluttir frá Persíu fyrir þrem mán- uðum. Bjallan hefur setið sem egg á ein- hverju blaðanna — og þolað ferðalagið og loftslagsbreytinguna. Hún hefur farið bæði í gegnum lirfu- og púpustigið hér í garð- inum mínum. En, ungi maður, — þetta er alveg einstakt í sinni röð! Má ég taka í höndina á yður?“ En þetta var þó einum of mikið fyrir frú Mason. Allt í einu var hún búin að fá málið aftur og gerði prófessornum grein fyrir málavöxtum í tunguliprum vending- og smáatriðum. En hann gerði ekki meira en svo að heyra orðaflauminn, því að svo upptekinn var hann af bjöllunni, sem hann hélt á í lófa sér. Þegar frú Mason hafði lokið sér af, leit hann vingjarnlega á Jack og sagði: „Hvað sögðust þér nú aftur heita, ungi maður?“ „Jack — Jack Ferguson." Prófessorinn leit spyrjandi á Alice, og Alice kinkaði kolli. „Jæja, taktu honum þá, Alice. Hann hef- ur gert mér stóran greiða — því að nú get ég lagt fram upplýsingar, sem Schultze prófessor myndi aldrei koma til hugar!“ Prófessorinn ljómaði allur við tilhugsun- ina. „En Henry — þú hlýtur að vera genginn uf vitinu!“ skrækti frú Mason . .. „Eða ertu búinn að gleyma aðstoðarprestinum?“ „Kapeláninum? Aldrei hefur hann gert uiér hinn minnsta greiða sá maður," gegndi prófessorinn önugur og hélt í átt til dyra. „Hann hefur aldrei gert neitt að gagni um sína daga, ef ég veit rétt!“ Prófessorinn nam staðar við dyrnar og leit á dóttur sína með kankvísu augnaráði: „Heyrðu, mig minnir að hún frænka þín væri að segja, að pilturinn þinn hafi til- hneigingu til innbrota. En þú verður nú að lækna hann af því, þegar þið eruð geng- in í það heilaga!" En Alice og Jack voru alltof upptekin hvort af öðru til að heyra þetta almenni- lega. Prófessorinn hristi aðeins höfuðið og gekk á vit skordýranna sinna. heimilisblaðið 49

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.