Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 20
Ijær oss örnu sína, til þess að vér getum náð til endimarka jarðar með vopnum vor- um. Herguðinn ræður hvort sem er fyrir alheimi. En sú hamingja, sem mér er í blóð borin, að ég er Rómverji og verð að berj- ast undir merki hins rómverska veldis. Þegar Rut heyrði þetta, þá var sem eld- ur brynni úr augum hennar og hún mælti ríkilátlega: — Israel á líka sína kappa, eins og þá Gideon og Makkabeana, hetjur, sem hefðu getað jafnast á við hetjur ykkar. Stolti og státni Rómverji! Vita skaltu, að ég er líka stolt af minni þjóð. Og minstu þess, að sú var tíðin, er ísrael var voldug þjóð, en Rómverjar fáir og smáir. — Það er liðin tíð, fagra Rut, mælti Antonius og yppti öxlum, — nútíðin er öldin okkar — — —. Og framtíðin — framtíðin? I sömu augum renndi hún sín- um blossandi augum yfir til Moriafjalls- ins, þar sem hið volduga musteri gnæfði ljómandi og gullið í geislum sígandi sólar. Hugsaði hún þá til hins fyrirheitna Messí- asar, er brátt mundi koma og gera Guð- inga að stórri og voldugri þjóð — voldugri öllum öðrum þjóðum. En Antonius skildi ekki, hvað hún fór, því að hann var Rómverji. Hann kannað- ist vel við eldinn, sem brann í brjósti henn- ar og kannaðist við hinn andlega skyld- leika, sem dró hann að henni og sem gerði þessa hreinskilnu samræðu honum svo lað- andi. En hina sigurhróðugu von hennar skildi hann ekki, og vildi heldur ekki skilja, sökum síns rómverska metnaðar. — Já, framtíðin — framtíðin heyrir okk- ur til líka, og gerir Rómaveldi enn stærra og voldugra en það er. — Enn voldugra? spurði Rut og leit á hann forviða. — Hvað viljið þér meira? Eru þær ekki nógu margar þjóðirnar, sem liggja undir ykkar þjakandi oki? — Enn eru til þjóðir, sem aldrei hafa séð rómversku sverði bregða fyrir, svar- aði Antonius, fullur metnaðar. Úti í heims- hafinu eru eyjar, sem enginn hefur aug- um litið. I Afríku eru héruð, þar sem eng- inn rómverkur maður hefur fæti stigið nokkru sinni. Og framar öllu er herferð til Austurlanda — til hins fjarlæga Ind- lands — sams konar herferð og Alexanders mikla. — Að vísu þekki ég ástina til lands og þjóðar, en samt skil ég ekki ykkur Róm- verja. Hví eruð þér aftur og aftur að hugsa um að hertaka lönd og lýði? Lifið í friði og lofið öðrum að lifa í friði. Hvað er það sem knýr ykkur svo til hernaðar? — Það er frægðin, svanni, sú frægð, sem gerir nafn vort ódauðlegt. Skilur þú hana ekki? Hugsaðu þér herforingja í broddi hersinga sinna, þeim er fylgja hon- um til orustu — til sigurs, og út í dauð- ann, ef svo vill verða. Eða hugsaðu þér sigurfylking í Róm, þar sem heiðursteikna- hríðin dynur yfir sigurvegarann og er, meira að segja, sýnd sama hylli og goð væri. Þetta er frægð Rut, þetta er ódauð- leiki. Hann talaði þangað til honum brann hjartað í barmi, og í eldmóði sínum virt- ist sem hann hefði alveg gleymt því, að hann var ekki að tala við samlanda sinn, heldur við dóttur einnar hinna undirokuðu þjóða. En Rut var fljót að minna hann á það og mælti: — Svona talar þú, státinn Rómverji, til mín, stúlku af Gyðingaættum. — Það er illa farið, að þú ert af gyðing- legu bergi brotin hrópaði hann upp, en í sömu andránni sagði hann: — hvað er það nú annars, sem hefur knúið mig til að láta þér í ljósi, hvað mér er hugstæðast — var það ekki þú sjálf, er þú talaðir af svo mikí- um móði um þína þjóð — um viðreisn hennar og frelsi? Að svo mæltu gengu þau áfram þegjandi. Þau bar nú fljótt að Korintu-hliðinu; streymdi þar enn fjöldi manna inn og út. 56 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.