Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 25

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 25
vera með á því þingi. Þótt ég sé lítilmót- legastur ykkar allra, þá er hjarta mitt þó ekki síður en ykkar fullt af hatri til Róm- verja. Símon veitti fúslega hið umbeðna leyfi. Þá var hurðinni lokið upp; gengu þá inn margir Gyðingar, flest öldungar. Allir heilsuðu hátíðlega og gengu til sæta sinna, nema Davíð og annað ungmenni til — bernskuvinur hans, Júda að nafni. Þeir urðu sem sé að standa sakir æsku sinn- ar; ekki máttu þeir heldur tala á ráðs- samkomum eldri manna. — Eru allir komnir, sem boðnir voru? spurði einn öldunganna, Gorik að nafni. Hann var einn af öldungum Israels og í hæstri virðingu í ráðinu mikla. Þar að auki hafði hann árum saman verið vinur Símonar og fjölskyldu hans. — Þeir eru allir komnir, svaraði Símon. Síðan stóð hann upp og mælti: — Verið þá, bræður, hjartanlega vel- komnir allir og takið á móti þakklæti mínu fyrir þann mikla heiður, sem þér hafið í dag búið húsi mínu. En áður en við töl- um um það, sem hefur leitt oss saman, þá verð ég þó að játa á mig sekt fyrir hönd dóttur minnar, sem hún hefur bakað sér °g gjörir hana óhreina samkvæmt lögmál- inu. Síðan sagði hann þeim frá samfundum þeirra Antoniusar og Rutar og lauk máli sínu á þessa leið: -— Hvað á hún að gera, til þess að verða hrein að nýju? Hún er fús til að bera hverja þá refsingu, sem þið dæmið henni, °g hvað helzt sem ég get gert með fjár- ttumum mínum og gulli í þessu máli, það vil ég fúslega gera. Jósefus tók þá til máls og sagði bros- andi: — Hvers vegna að taka þetta mál svona alvarlega? Mér finnst, að sú hætta, sem Rut var stödd í, sé nægileg afsökun. Færðu fjárhirzlu musterisins fórn af gnægtum þínum, kæri Símon; á það munu öldung- arnir og ráðið mikla sátt verða. Og til þess að það mál væri þegar útkljáð, þá sagði hann: — Snúum oss nú að því máli, sem vér erum saman komnir að ræða. Þeir hinir, sem viðstaddir voru, voru að sönnu ekki samhuga þessum frjálsu skoð- unum Jósefusar; en er þeir hugleiddu, hve það mál var mikilfenglegt, sem fyrir lá, þá létu þeir þetta smámál vera útkljáð samkvæmt tillögu Jósefusar. Þeir settu að- eins það skilyrði, að einhver prestanna skyldi úrskurða hana hreina í mustarinu. Síðan stóð Gorik upp aftur og mælti há- tíðlega: — Vár erum hin útvalda þjóð Guðs. Feðrum okkar voru gefin mikil fyrirheit. Guð feðra vorra, Guð Abrahams, Isaks og Jakobs, blessi þessa samkomu vora og stýri hugsunum vorum og gjörðum. Þá stóð annar upp og mælti: — Þér Israelsmenn! Hví erum vér hér saman komnir? Er það ekki til að ráðgast um, hvernig vér eigum að stökkva óvin- um vorum burt úr landi voru, hreinsa Jerú- salem, vora helgu borg, og sýna þeim, að Drottinn er Guð og enginn annar? Þá spratt Eleazar upp og hrópaði hárri raustu: — Jú, til þess erurn vér saman komnir og ekki að ástæðulausu. Eru Rómverjar ekki komnir á síðustu foi'vöð með oss. Hver getur talið grimmdar- og afríkisverk þau, er þeir hafa framið á vorri veslings þjóð? Eg spyr þess vegna: Dirfist nokkur Isra- elsmaður að unna sér hvíldar, fyrr en þessa alls er hefnt — já, fyrr en vér getum óhultir sofið undir vernd vors eigin kon- ungs? — Vér viljum setja líf og fé í hættu fyrir þetta heilaga mál, tók Símon til máls, en síðan sagði hann nokkuð efablandinn: — Er nú tími til þess kominn raunveru- lega, að vér getum boðið Rómverjum byrg- inn? v heimilisblaðið 61

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.