Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 26
Þá tók Eleazar til máls og talaði af
miklum móði:
— Já, vissulega er tíminn kominn, Sím-
on bróðir; hversu lengi eigum vér að bíða
og þola? Lífið er stutt og krefst þess, að
vér hefjumst handa. Ef vér berum áræði
til að grípa til vopna, þá munum vér inn-
an skamms hafa rekið heiðingjana á flótta
úr köstulum sínum og stökkt þeim úr landi.
Erum vér eigi allir á eitt sáttir um það,
bræður mínir?
Og allir tóku undir það einróma.
Þá stóð Jósefus upp og sagði af mikilli
alvöru:
— Bræður, mitt ráð skal vera á þessa
leið: Hugsum út í, hvað við gerum, og ger-
um þjóð vora ekki ógæfusamari en hún
er. Hugsum okkur Rómverjana og allar
hersveitir þeirra. Eg þekki það — því að
ég er nýkominn hingað frá Rómaborg,
beina leið frá herbúðum Rómverja.
Þá hóf einhver upp raust sína:
— Já, víst er um það, Jósefus, þú þekkir
Rómverja, en vora þjóð þekkir þú ekki
— þú þekkir ekki hatur hennar og hug-
rekki.
— Jú, ég kannast við hvorutveggja, svar-
aði Jósefus hóglega, — en hvað sem því
líður, þá sé ég í anda hinn litla herafla
vorn, — ljónhugaðir erum vér að vísu, en
óvanir vopnaburði; hins vegar sé ég hinar
stálklæddu og æfðu hersveitir keisarans.
Bræður mínir, trúið mér, við megnum ekk-
ert gegn Rómverjum.
Nú rauk Eleazar upp og sagði með log-
andi mælsku:
— Jósefus, þú veizt ekki hvað Israel er
stór og sterk. Er ekki trú vor útbreidd
fjær og nær — já, um allan heim? Tel þú
hópana, sem streyma til Jerúsalem á pásk-
unum, til að biðjast fyrir í musteri voru.
Og köllum svo á þá, sem búa utan landa-
mæra vorra — á Egyptalandi og enn lengra
burtu — hinum megin Nílar — í Afríku
— þá, sem búa í Antiokiu og alla leið norð-
ur að Kaspi-hafi — þá, sem búa á Grikk-
landi og þá, sem búa á eyjum í hafinu —
á Spáni — í Persíu — já, í sjálfri Róma-
borg. Kallaðu á þá alla, og þá muntu sjá
— ef til orrustu kemur við Rómverja, þá
mun enginn þeirra gerast liðhlaupi.
— Vel farast þér orð, Eleazar, greip nú
einn öldunganna fram í, — því að þáð er
satt, að ef til orrustu kemur við Rómverja,
þá mun enginn Israelsmaður bregðast. Og
þú, Jósefus, mælti hann og sneri sér að
Jósefusi, vertu foringi þjóðar vorrar.
Jósefus ætlaði einhverju að svara, .en
ræðumaður lét hann ekki komast að, held-
ur hélt áfram að tala:
— Já, vissulega. Vertu foringi vor! Þú
ert hraustur og reyndur. Þú átt til presta
ætt þína að rekja; hin göfuga móðir þín er
jafnvel af konungablóði Hasmoneanna, er
einu sinni réðu fyrir frjálsu Júdaríki. Jós-
efus, til þín lítum vér allir, vert þú for-
ingi vor, gjör þú Israel að frjálsri þjóð.
Hann felldi talið og leit vonaraugum til
Jósefusar. Jósefus stóð stundarkorn nið-
urlútur, en síðan svaraði hann áherzlu-
laust:
— Rabbí, talaðu ekki svona. Ef uppreisn
væri gerð móti Rómverjum, þá væri það
sama sem að leiða endalausar þjáingar
yfir þjóð vora.
— Rómverjar og aftur Rómverjar, sagði
Eleazar, hvað eigum vér að halda um þig?
Kjóstu um tvo kosti. Vertu með oss eða
á móti oss.
— Bræður, þér gerið mér rangt til, þér
misskiljið góðan tilgang hjá mér, sagði
Jósefus með mikilli alvöru. — Ég hata
Rómverja engu minna en þið, og ef til
orrustu kemur, þá skal ég ekki verða síð-
astur til að leggja líf mitt í sölurnar fyrir
frelsi þjóðar vorrar. En ég segi það enn
og aftur: Rösum ekki fyrir ráð fram, bíð-
um heldur.
— Nei, Jósefus, vér viljum ekki bíða,
hrópaði Eleazar. — Tíminn er kominn, að
62
HEIMILISBLAÐIÐ