Heimilisblaðið - 01.03.1980, Page 28
Margt gæti ég nefnt fleira, sem ritað er
í Sálmunum, en það yrði of langt upp að
telja.
Síðan lagði hann þessa bókrollu frá sér
og greip aðra.
— Heyrið nú, hvað Jesaja spámaður
segir:
— Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér
mikið ljós og yfir þá, sem búa í landi nátt-
myrkranna, skín ljós — því að barn er oss
fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum
skal höfðingdómurinn hvíla, nafn hans skal
kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífðar-
faðir, friðarhöfðingi. Mikill skal höfð-
ingjadómurinn og friðurinn engan enda
taka í hásæti Davíðs og í konungsríki hans,
til þess að reisa það og efla með réttvísi
og réttlæti héðan í frá og að eilífu.
Heyrið sömuleiðis fyrirheitið, sem Jere-
mías spámaður flytur:
— Sjá þeir dagar munu koma, segir
Drottinn, að ég mun uppvekja Davíð rétt-
an (réttlátan) kvist, er ríkja skal sem kon-
ungur, og breyta viturlega og iðka rétt og
réttlæti í landinu. Á hans dögum mun Júda
hólpinn verða og Israel búa óhult.
Síðan sneri hann sér að þeim öllum og
mælti:
— Getum við þá lengur efast?
Þá heyrðist úr öllum áttum:
— Nei, nei — það er sannleikur — svo
er ritað og það, sem ritað er, það er ljós
af himni.
— Já, víst, já, víst er það, hrópaði Jós-
efus upp, en samt sem áður ræð ég yður
að gæta varúðar. Rómverjar eru oss ofur-
efli og hernaðarlist þeirra langt um fremri
vorri hernaðarlist. Bíðum því. Bíðum þang-
að til hinn fyrirheitni konungur kemur.
— Allt af ertu sjálfum þér líkur, hróp-
aði Eleazar. Allt af ertu á báðum áttum.
En samt tekst þér ekki að slökkva hinn
logandi áhuga hjá oss. Bíða þangað til kon-
ungur vor kemur — já, vissulega, það vilj-
um vér; en á meðan verðum vér í kyrrþey
að undirbúa allt, svo að vegur hans sé
greiddur, þegar hann kemur.
— Já, já, það viljum vér, hrópuðu allir
einróma.
— Hlustið nú á, bræður, hvað ég ætla
að gera ykkur kunnugt, mælti Eleazar enn-
fremur. Fjöldi fsraelsmanna er genginn
í leynisamband. Þeir kalla sig Zelota eða
vandlætara og það nafn eiga þeir að réttu,
því að þeir vilja halda stanzlaust áfram,
unz Gyðingar eru orðnir frjáls þjóð. Nú
þegar er heill her — margar þúsundir
gengnar í þetta samband og hafa kosið
mig til foringja.
Þá litu allir forviða á Eleazar, en hann
hélt áfram tölu sinni:
— Vér gerum það sem oss ber að gera
og þér gerið það, sem þér getið! Safnið
að yður vígfærum mönnum og æfið þá í
vopnaburði. Sjáið sömuleiðis fyrir því, að
vopnum og herforða sé safnað saman á
ákveðnum leynistöðum. Með þessu móti
búum við okkur undir uppreistina miklu.
Um þetta var rætt og ráðgert enn um
langa hríð og margt hvatningarorðið tal-
að. Að síðustu varð almenn hrifning yfir
því, sem verða mundi.
Davíð og Júda brunnu af vígamóði. Að
skilnaði rétti Davíð Eleazar báðar hendur
hrópandi:
— Þú ert okkar maður. Taktu okkur
líka í sambandið — vér viljum líka verða
vandlætarar — brennandi áhugamenn.
III.
Sál frá Tarsus.
Þegar Símon var einn eftir orðinn með
fjölskyldu sinni, gengu þau þegar til náða,
en ræddu þó áður stundarkorn um styrj-
öldina og hina komandi öld.
— Ó, hve dýrðlegt er að heyra sagt frá
hinum miklu fyrirheitum þjóðar vorrar,
mælti Salóme. Litlu síðar bætti hún við
með kveinstöfum:
64
HEIMILISBLAÐIÐ