Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 1

Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 1
Sem draumsmíöis heimur, sem hulduleg borg, nú hvílist þú, stórvatn, meö götur og torg frá skýjum og himni, sjálft stálgrátt og stillt í stafandi logninu rólegt og milt — með kveldroöa-brydding í blámóöu fjær, en bakkann og sandinn og smáþorpið nær. í hillingum eyjarnar tyllast á tá og tangar, en víkurnar lognskyggndar gljá. • Eg sit hér ðg horfi í þitt hvolfspegla gler, sem hjáliöins atburöar myndina ber úr hreyfingarleysinu’ í huga minn inn meö hjaðnandi geislum um ársalinn þinn. Sem brú ert þú spent milli lrelju og heims, til hljóölausu strandanna ómælisgeims— sem tengingarþráður þeim táldregna hug viö tómiö, er grípur hann vegleysu-flug. I

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.