Heimir - 01.10.1908, Qupperneq 3

Heimir - 01.10.1908, Qupperneq 3
HEIMIR 75 Og lágt flýgur nágagl og náttuglan hrín því nóttin er komin í heimsókn til þín. Nú hveríur alt skrautiö, sem himininn gaí og hásumarskveldiö þér, innanlands-haf. Og undarleg, þreytandi þunglyndisleg hjá þér finnst mér nóttin og óyndisleg. Að óljúfar minningarsé í því sök í sortanum nætur eg leiði mín rök. Að harmþáttur lífsins sé ofinn hér inn i eyðilegleikann og náttfriðinn þinn. KRISTINN STEPlNSSON. Hannes Hafsteinn. Útdráttur úr erindi, fluttu á Menningiirfölags fundi 14. Okt. 1008, af Síra Rögnvaldi Péturssyni —Mér er vandi stör á hönduin í kveld, kæru samfélagsmenn. Umræðuefni mitt er Hannes lögfræðingur Hafsteinn, fyrsti Ráð- herra íslands, eitt freinsta skáld Islendinga. Persóna hans stendur oss svo nærri í samtíð, að það er ervitt að meta gildi hennar rétt. Starf hans og verk liggur oss svo nærri hjarta, að margur finnur til þess, hversu erfitt það er, að ræða það mál hitalaust. Ljóð hans og söngvar taka svo ofan í við eftirlætis einkunnir vorra tíma, að menn eiga bágt með að sitja kyrrir undir lestri þeirra. Maðurinn stendur sjálfur svo oíarlega að mannlegum yfirburðum, að það er freistni að líta upp þangað grænum öfundaraugum.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.