Heimir - 01.10.1908, Qupperneq 4
;6
HEIMIR
Um leiö og þaö er gæfa að vera inikilmenni þá er þaö líka
óhamingja stærsta. Mikilmenniö leggur aldrei hendur í skaut
t>g gjörist áhorfandi, þegar um mannfélagsmál, sönn og
virkileg er að ræöa. Lífsspeki hans er ekki sú, aö láta aöra
berjast baráttunni og bera þungann og erviöiö, en eftir á smokra
sér svo einhvernvegin aö, þegar takinarkinu er náö, og njóta þá
í bróðerni meö öörum árangursins, hvort heldur hann er and-
legt eöa veraldlegt frelsi og mannréttindi, er þannig hefir feng-
ist. Mikilmennin ganga fram í baráttuna, leggja fram skoöan-
ir sínar og starf. Þau sitja aldrei hjá þögul og hljóö og vilja-
deig. En þess vegna lenda þeir mer.n er svo eru, allajafnast
inn á opinberar slóöir, og upp frá því skoðar allur almenningur
þá sem sína eign, peisónu þeirra, manngildi og líf. Og er þar
í innifalin ógæfan. Þá er álitið að hver rnegi taka þá og vega
kosti þeirra og bresti, jafnvel búa til úr þeim goö eða ára, látast
lesa þá ofan í kjölinn og smíöa þeim hugrenningar, hvatir,eigin-
legleika og innræti. En sú smíö vill oft misjafnlega takast og
oft ekki til búningsbóta fyrir persónu mannsins, aö vér ekki töl-
um um þegar úr honuin er gjöröur: níðingur, svikari, moröingi,
þjófur og lygari, og svo áfram upp allar trcppur glæpalýösins, er
fyllir dýblissur og myrkvastofur allra siðaðra landa.
Sú veröur jafnast raunin á, að þaö er sannkvæöi orö skálds-
ins í eftirmælunum fögru, „Djúp aö kanna mikilmenna, megnar
aldrei fjöldinn þegna."
Þess vegna er mér líka vandi á höndum í kvöld, því eg er
einn af „fjölda þegna".
Eg á ekki von á, að mér takist aö sýna nokkra líkingu
þessa þjóðskörungs vors, né gjöra mynd hans glögga, en þær
fáu útlínur er eg drægi vildi eg helst að mætti veröa sannar.—
Ekki oflof, ekki oflast. Aö líkamslýsingu veröur þó hvorki
mynd hans sönn né ósönn. Eg ætla ekki að lýsa ásýndum
mannsins, eg hefi hann aldrei séö. A andleg einkenni hans og
þýðingu fyrir þjóölíf vort, vildi eg benda með örfáum orðum—
og mest hans eigin orðum.
Hannes Þóröur Hafsteinn, er fæddur árið 1861, þann 4.
Des., á Akureyri viö Eyjafjörö. Var faöir hans Pétur amtm.