Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 2

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 2
$8 H E I M I R merkingu orSsins og þaö hugtak sem í því felst og finnst í hugs- ana stefnu flestra siöaöra þjóða, þótt ekki eigi þær surnar heppilegra orö yfir þaö,— er eg vildi tala, en ekki uiii oröiö sjálft. Hugsanin sem í orðinu felst er sú, aö eitthvaö sé sett til fyrirmyndar og fyrirsagnar er maöurinn á að líkjast og haga sér ' eftir, og þegar margir geta gjört jraö rnyndast heild, þar sem allir einstaklingar, ásamt öllum hópnunr til samans, hafa öll sömu einkenni til aö bera. En korni þaö svo fyrir aö einn úr hópnum fari og signi sig ööruvísi en hinir, og hugsi urn leiö aðrar hugsanir, eða hann stýli bæn sína til guðdómsins öðruvísi en hinir, eöa felli niöur föstu, eöa hugur hans leiöi hann ósjálfrátt til annara en þeirra viötelcnu ályktana nm uþpruna heimsins, tilgang lífsins, þýö- ingu dauöans, eöli siilarinnar, þá er hann oröinn „Noncon- forinist", ósamráöur öllum hinurn, er einn og allir eru eitt og eins, Oröin, „Conformity" og „Nonconformity", eru í sérstök- urn skilningi kyrkjumál, en hugmyndirnar er í þeim felast eru ekki frennir kyrkjunnar en ríkisins í heild. Þau taka yfir bar- áttu þá sem vöxtur mannfélagsins, útávið og uppávið, hefir or- sakaö, baráttuna rnilli einstaklingsins og heifdarinnar, þar sem heildin reynir aö samlaga alla einni viötekinni hegöan, skoðun, ímynd, en einstaklingurinn ósjálfrátt, vegna sinna eigin sálar- tilfinninga, brýtur bága við heildarlögmálið í óteljandi greinum, þó oftast komi þaö fram í öllum sökum aðlútandi trú. Þess vegna eru hugtök þassi notuö tíöar í trúarlegum skilningi en öörum, en alstaöar eiga þau heinra og geta heimfærst hvar sein eins er ástatt. Hugur manna, frá allra fyrstu tímum, hefir jafnan veriö aö leitast viö aö sameina allar sínar hugmyndir viövíkjandi tilver- unni, í eina satneiginlega heild. Ut frá þeirri meöfæddu til- hneigingu mannsandans h^fa inyndast lagabálkar, siðir, trú- fræöiskerfi. Og þegar þau hafa veriö kornin saman í fasta heild, hafa þjóöfélögin lagt þau til grundvallar fyrir h'fi sínu, samiö sig eftir þeim og gjört þau aö bindandi boöi fyrir sig og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.