Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 9

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 9
HEIMIR i°5 voru. Þaö sem fjölmennast var í svipinn var or'podox, en þaö varö aftur að römustu vantrú á næsta tímabili. Hel/.tu skoöanirnar er ríktu þá um þetta leyti, er flestir í öllum meginatriöum hölluöust aö, voru í fyrsta lagi kenningar Páls frá Samosata og Aríusar öldungs frá Alexandría er þá kem- ur fyrst til sögu, viövíkjandi guöi, aö liann sé ein og óskift vera og aö Jesú sé mannleg vera, gæddur yfirburðum andlegrar speki um aöra menn fram, en alls ekki guö eöa fööurnum jafn. Þó er sagt aö Aríus hafi, til sitnko nulags, veriö til meö aö ganga inn á aö Jesú hifi veriö yfirnáttúrleg vera en óæöri föðurnum og af honum sköpuö. Eins og vér höfum séö, kemur þessi skoöun óslitin neöan aldirnar frá postulatíöinni sjálfri, frá gyð- inga kristninni, h'tiö eitt blönduö hjá Aríusi grísk-egypzkum fræöurn. Áftur á móti var hin skoöunin sú, aö Jesú væri út- genginn af föðurnum, guö í sönnum skilningi, og að guðdómur- inn væri einn í þremur persónum. Deildar meiningar voru þó um það hvort Kristur hefði haft bæöi guölegt og mannlegt eöli til að bera og ollu megnum deil- um síðar. En eins og játningin ber með sér og segir: „hann var sama eðlis og faöirinn", varö deilan snörpust um mannlega eöl- iö, hitt var talið sjálfsagt innan þrenningarflokksins. Þessar skoöanir koma fram hver móti annari á allsherjar þinginu í Nikea 325. Til þings þessa var boöað af Constant- ínusi keisara, meö því augnamiöi aö menn kæmu sér niöur á einn allsherjar trúarlæidóm, er oröiö gæti trúarlögbók hins ný- kristna Rómverska ríkis og grundvöhur til trúaruppfræöslu rík- isins. Constantínus haföi gjört kristnina aö ríkistrú, í því augnamiöi aö sameina ríkiö og hugi manna. Það hafði boriö lítiö á deilum þar meöan á ofsókninni stóö. Þinginu stefndi hann saman til þess aö fá eina almenna )'firlýsingu á því hvaö kristindómur væri og lagöi útlegð og bann viö ef menn ekki kæmi sér saman. En í staö þess að fá eina almenna yfirlýsing þess hvaö krist- indómur væri, fékk hann eina ágæta sýningu þess hve kristnir menn geta rifist og bitist hjartanlega og heiftarlega. Það aö allir aö lokum skrifuöu undir þingjátninguna nema 3, var því

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.