Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 22

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 22
HEIMIR i r 8 Einn steinn inyndar ekki fjalliö, og þaö kennir oss líka, aö' langi oss til aö sjá vora öld og samtíö auögast af dæinum göfgis. og mikilleika, þá fæst þaö aðeins meö því, aö „hver eftir mætti vinna reynir sitt" — hjálpi ti) a& hlaöa fjalliö. Og sundrung og drarnby hroki og eigingirni, hlaöa aldrei þaö fjall. Meöan úr því á aö hlaöa veröur þjóöin jafnan andlega smá. Finnist oss fátt um vora eigin tíma, dagar vorir daufir og leiötogar vor- ir smáir og fátt um stóra menn, er skuldin ekki meira þeirra en vor. Einn steinn rnyndar ekkí fjallið, og þaö þarf aö leggja raeira en eitt eða tvö' eöa þrjú sandkorn undir þann stein, ef hann á að rísa hátt upp og veröa veganierki um langa tíð. Þaö er almenn ímyndun margra söguritara að Jesú frá Nazareth hafi stofnsett kyrkjuna á jöröunni, aö Marteinn Luth- er hafi endurbætt siöinn, og kunnum vér aö nefna þau tvö nöfn þá höfuíD ver alla sögu andlegu hreyfinganna ofan til þessæ dags á vorum tíu fingrum. Ekkert er stærri misskilningur era það. Þótt Jesú einn heföi lifað, heföi engin kyrkja orðið tih Þótt Marteinn Luther festi upp ágreinings atriöi sín, á kyrkju- huröina í Wittenberg, heföi engin siöaskifti komist á. I hvoru tveggja tilfellinu heföi ekki eins manns æfi enzt til þeirra hluta. Jesú lét lífið á krossinum, þar. meö var öllu lokiö er hann gat gjört. Ef ekki heföi komið maður á eptir honum, með víö- tækari þekkingu, víðtækara starfssviöi, — postulinn Páll, — er bætti lífi sínu og æfidegi við hans, hefði hreyfing .Nazareans aö- eins oröið bóla, er skjótt hefði hjaðnað á hinu ókyrra yfirborði inannlegra umbrota á þeirri tíð. Sama má segja um Luther. Á undan honum voru margir gengnir, er vakið höfðu þá hugsun meðal manna, að verjast skoðana ófrelsi kyrkjunnar, og létu lífið í þeirri baráttu. Og ekkert heföi oröiö úr þeirri hreyfingu heföi ekki fleiri hendur hjálpað jafnframt, og ef ekki hefði á eftir honum komiö sá, er innsiglaði mannréttinda og trúfrelsis kröfu siöaskifta manna með blóði sínu; — konungurinn Gustaf Adolf II.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.