Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 23

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 23
HEIMIR 119 SMÆLINGJAR. ---------- Fimm sögur, eftir Einar Hjörleifsson. 8vo, 130 bls. Winnipeií, k;o8. Kostnað* Ærinaður: <5lafur S. Thorgeirsson. — Bók þessi er nýútkornin i vönduðurn frágangi -og góðu bandi. Hefir útgefandinn sent „Heimiv' eitt eintak hennar, og kunnuin vér honum góðar þakkir fyrir. Fjórar þessar sögur hafa á-ður komið út í tímaritunum að heiman, og fylla þær fyrri hehning bókarinnar, en síðasta sagan sem miklu er iengst, er nú gefin út í fyrsta sinn. „Vitlausa Gunna" heitir þessi saga. Efni hennarer hið sama og felst í þessari vísu Hannesar Hafsteins: „Það var það gamla, að gestur kom að garði þar og beina hlaut. Hann tryggðum hét og trúnað fékk, en tældi snót, og fór á braut." — — — — — til Ameriku. Sagan er sögð frásegjanda af vinkonu Guðrúnar, gamall; konu, heldur fákunnandi í vísindum þessa heims, en ótrúiega er henni látið takast upp, með inanniýsingar og þeimspekislegar sennur út af lífinu. Þó vefur höfundurinn inn í aðalþráð sögunnar, efni, sem ótítt er í íslenzkum skáldskap, — trúarlífs baráttuna. Guðrún berst á milli vonar og ótta um tilveru og eiginlegleika guðs, fram undir andlátið. En þó sannfærist hún um algæzku guðs, og þegar hann sviftir menn öllum fögnuði og ánægju, þái sé það til þess, að þeir öðlist enn meiri fögnuð, — dauðafriöinn. Um háleiti þeirrar trúar,— sé það skoðun höfundarins, eða aðeins trú Vitlausu Gunnu, sem líkara er, --er fátt að segja. En upp gefinn hlýtur sá. að vera er tekur þeirri trúarsátt við tilveruna. Sagan „Fyrirgefning" er óeðlilegasta og um leið fáfengi- iegasta sagan. Hún á að vera rituð á hversdagsmáli þeirra óupplýstu og er óspart tekið til fornafnanna, er víða er svo linoðað inn í setningarnar að maður furðar sig á því hvort ekki hafi þau í ógáti ofskrifast hjá höfundinum. Til dæmis: „Hún Ólöf hafði sagt hcnni það svo oft, hcnni Siggu litlu.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.