Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 18

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 18
HEIMIR 114 heíir heyrst nú á síöustu tímum í þjóöfél. voru.aö Unítarar væru trúlausir, af því þeir væri trúarjátningar lausir. Því skal ekki neitað, aö vér bindum ekki samtíö vora nokkurs inanns eöa eöa manna skilningi, frá liönum eöa yfirstandandi tíma, á trúar- lærdóminum. Þaö má vel vera, að þaö sé oss tjón og tefji fyrir aö myndast geti voldugur flokkur og mannmargur að svostöddu. En þó er afstaðan rétt. Þaö gefur einstaklings frelsinu rúm, sálargáfum mannsins tækifæri að vaxa og fullkomnast, eftir því sem hver hefir atgjörfi til. Þaö eflir þá einingu í hinum æöra skilningi, þar sem einn bætir annan upp. Eða hvaö er fengiö meö „conformity" eins og því sem kyrkjuþingin fyrirskipuðu með bannfæringum og brottrekstri allra, er nokkurn mótþróa sýndu, eöa hvaö þýöir sú tileinkun, aö kalla sig almenna, katólska, eins og Rómverska kyrkjan, þegar oröiö í reyndinni þýöir, aö helmingi manna er burt- kastað út úr kyrkjunni. Menn á vorum tima eru farnir að hugsa út í hvaö slík nöfn þýða. Og eftir því sem lengra líöur sjá menn þaö betur. Vér eruin „nonconformistar" og blygðumst vor ekki fyrir þaö nafn, heldur leggjum það til athugunar og undir dómsályktan allra skynbærra manna. Vér trúum á framför mannkynsins og, aö hiö góöa í mann- legu eðli, er í allra meövitund er ofiö, sé hinn eini eilífsanni sameiningar þáttur í bræöralagi mannkynsins, nú og um kom- andi tíma. GUÐSÞJÓNUSTUGJÖRÐIN. —o— Friggi ræðu flytja vann — flóöu á mörgum trýnin.— Hún var öll um Andskotann, sem ekki fór í svínin. Svá.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.