Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 5

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 5
HEIMIR 101 ósannur og óframkvgemanlegur: Að staðfesta henrar við trúar- iærdómana er bundinn vissrm tin abiluni, svo að staðhæfiing hennar, að hún sé ein og óumbreytanleg, er einnig ósönn; Að hún hefir jaínan verið lifandi vottur afturhaldsseminnar og bar- ist gegn framförum og tilbreytingum, og að hún á enga þá lær- dóma til í eigu sinni er hún hefir ekki um eitthvert skeið æfi sinnar fordæmt og hafnaö, eða fullyrt að væri komnir frá Satan. A fyrstu dögurn kristninnar átti ekkert slíkt sér stað sern sanieiginlegar skoðanir á öllum meginatriðum trúarinnar, enda gat það tæpast verið. Meðan Jesú lifði, og lærisveina hópurinn var ótvístraður, sveigðu allir til fyrir skoðunum hans, en strax og hann var dáinn byrjar meiningamunur. Einhver fyrsta deilan um trúaratriði byrjar með þrætunni í Antíokk, rnilli Pét- urs og Páls, æðstu postulanna, út af lögmálinu hvort þeim er snerust .bæri ekki að umskerast, uppfylla lögmálið og gjörast á vissann hátt Gyöingar. Pétur hélt því fram. Það var eðlilegt. Kristur hafði sjálfur sagt að hann væri ekki korninn til að af- taka lögmálið og spámennina heldur til að fulikomna það, og kristnin í fyrstu var aöeins skoðuð sem deild af gyðingdóminum En Páll varð æfur við. Grikkir og Rómverjar höfðu ekki í há- vegum Gyðingaþjóðina í þá daga, og það gat orðið sú töf er hefði dugað, til þess kristnin hefði alls ekki útbreiðst, ef þeir hefði allir átt að gjörast Gyðingar. Hvert happ og sundrung leiddist af þessari deilu má lesa í bréfi Páls til Galatamanna, og er orðalag Páls þar ekki sem liprast. Hann úthúðar Pétri fyrir hræsni, og segir hann sé vítaverður, segist hafa fundið að við hann upp í opin augun, og ákallar „anathema" og bölvun yfir alla hans frammistöðu. Páll er fyrsti „Nonconformist" kristninnar, gegn allra fyrstu kristninni, er þeir Pétur og Jacob kendu, því hjá þeim er kristnin umbóta hreyfing innan gyðingdómsins, er hvorki byggði fyrirheit sín né staðhæfingu kenninga sinna á persónu Jesú, heldur útvalningu guðs á Gyð- ingaþjóðinni og þeim lærdómum er hann hafði henni gefið. Líf og upprisa Jesú var í þeirra hugskoti aðeins sönnun á að hann hafði flutt sannan boðskap, en allar líkur eru til að þeir hafi skoðað hann aðeins sem spámann og tilvonandi umboðsmann

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.