Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 4

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 4
IOO HEIMIR ráöa úrslitum, eðlislög tilverunnar sjálfrar er krefja jafnra frain- fara. Orþodoxian, eöa íhaldsendn, veröur þá altaf takmörkuö innan vissra tímabila, og frá einuin tíma til annars veröur hún altaf aö þoka til, þokast áfram um sþeiö, til þess, aö minnsta kosti, aö geta veriö í höggstööu viö þá, sem fram úr keppa. Þaö er einnig óljós bending um sigurleysi þesaarar baráttu vitnisburöur Orþodxu kyrkjunnar um sjálfa sig. „Kyrkjan hér í heimi er stríöskyrkja; því aö hún mætir sífelt margfaldri mót- stöðu og ofsókn í heimi þessum, en viö enda veraldar verður hún sigurkyrkja: því aö allri baráttu hennar verður þá lokiö." Viö enda veraldarinnar, þegar allir eru dauöir, verður hún sig- urkyrkja. Þegar mannkyniö veröur ekki lengur til og öll fram- sókn hor(in,þá sigrar íhaldsemin í baráttunr.i aö veita allrifram- för viönám. Er það ekki einhver rödd neöan úr djúpi mann- legrar meövitundar, er talar þessum oröum í barnslegu sakleysi, óvitandi að meö þeim oröum er uppkveðinn áfellingardómur á kyrkjuna. Auk þess, aö rétttrúnaöurinn telur aldurinn kenninguin sín- um til gildis, eiga þær að vera allsherjar.almentiar, „katólskar" meöal allra, er upp viö þá stefnu hafa tekiö. Allir þýða þær eins, hugsa út frá þeim á sama hátt, og er þaö sönnun þess aö þær eiga æöri en tnannlegann uppruna. Þannig telur kyrkjan aö öll sín helgu rit flytji sömu kenningar, viövíkjandi þeim þremur höfuð atriöum trúarinnar: manninum, heiminum og guöi. Jafnvel útlegging allra þessara rita á önnur mál, stjórn- ast af æðra krafti, svo aldrei er vikiö hársbreidd út frá uppruna- legri meiningu. Þessi æöri kraftur, er ræöur ritun, orðalagi og kenningu þeirra, er Andi Guös, eða Heilagur Andi. I raun réttri eiga öll hennar boö og bönn að vera sótt út fyrir rnann- heiminn sjálfan, til guös er ríkir á himnum. Að alt þetta, er kyrkjan tileinkar sér, styöst viö trúspeki en ekki sögu hefir marg oft veriö sýnt, og að strax á fyrstu dög- um hennar átti ekkert sh'kt sér staö eins og sameiginlegar skoö- anir á öllum megin atriöum trúarinnar. Aö því vildum vér færa nokkur rök. í fáum oröum sagt: Aö „Conformity"játning- in,erkyrkjan hefir til einkað sér.hefir jafnan verið hugarbmöur,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.