Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 12

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 12
io8 HEIMIR þau aö öllum líkindum sönn um Nikeu þingiö sem hin síðari: „Eg hefi ei enn þekkt þá byskupastefnu er farið hefirvel, og frá sem fjarstum staö vil eg senda þeim kveðju mína, síðan eg kynntist yrringagirni þeirra. Eg skal aldrei framar sitja á ráð- stefnu með öðrum eins föntum og flónum." Hér er lýsing tek- in úr þingbók þingsins í Kalkedoníu, um kveöjurnar til Þeodor- ets byskups í Kars, er hann var leiddur til sætis af varðmönn- um keisarans. Þeodoret var einn hinn fremsti andstæðingur orþódoxa flokksins og merkur kyrkjusöguhöfundur og fræðimað- ur þeirra tíma. „Og þegar hinn háæruverði Þeodoret byskup gekk í þing- salinn hrópuðu hinir háæruverðu byskuparnir frá Egyptalandi, Illeríu og Palestínu: „Drottinn miskuni mér! Trúin er eyðilögð! Rekið hann út, kyrkjan bannfærir hann!" Og hinir háæruverðu byskuparnir frá Þrakíu, Pontus og Asíu. „Rekið út óvininn, rekið út óvin trúarinnar!" Þá hrópaði Dioskorus byskup, sá allra æruverðasti, frá Alexandría. „A þá að reka Ivyril út? Þeodoret hefir íordæmt hann." Verðirnir þögguðu þá niður í þeim og færðu Þeodoret til sætis, og byrjaði þá háreystin á ný: „Rekið út gyðinginn, kalliö hann ekki byskup, hann er enginn byskup! Hann svívirðir Krist! Rekið út óvin guðs! Lengi lifi keisarinn! — Lengi lifi hinn heilagi, kaþólski keisari!!—" Það hefir tæplega gengið meira á, þegar menn voru hengd- ir eða brendir í gamla daga, en þegar þessir æruverðu byskupar gengu til sætis síns á þinginu. En svo voru h'ka æsingarnar orðnar megnar og vígamóður kominn yfir guðsmennina áður en saman var stefnt þingheimi. Eusebíus kyrkjusöguhöfundur frá Cæsaría lýsir þeim hita er kominn var alla reiðu inilli manna, út af deilunum milli Arí- usar og hans manna, við Alexander og hans liða, er héldu fram þrenningar lærdóminum. „Héröðin voru í uppnámi, byskup á móti byskupi, og svo heimskulega frekjulega gengu deilurnar langt, að heiðingjar bjuggu til háðleika um þær, og léku í leik- húsum sínum, til mikillar ununar fólki en oss til háðungar. Líkneski keisarans voru brotin á götunum í sviptingunum. Sjó- menn, malarar og ferðamenn sungu vísur um ágreiningar atrið-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.