Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 17

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 17
HEIMIR r 13 sem þeir komast því.þess nærkoniast þeir því aö lifa lífsins lög- máli, lögmáli guös, er alstaöar er sjáanlegt. En í raunstarfi öllu bætir hver annan upp, með þeim afburðum, eiginlegleikum og gildi, er hver einstaklingur hefir til að bera fram yfir annan. Það er utn að gjöra aö hver einstaklingur sé sem fullkomnust vera, tilveru eining, út af fyrir sig. ,Conforinity" tilverunnar er „conformity" einstaklingsins til hinnar mestu fullkomnunar, er honum er tnöguleg. En þaö „conformity" krefur frelsis og frjálsra handa. Innan trúar, siðar, eða stjórnarfarslegrar orþo- doxíu, þar sem ekki er gjört ráö fyrir mismunandi þroska manna, er slíkt ótnögulegt. Meö játningu fyrir augum, er eng- inn má yfirstíga á sinni andlegu framfarabraut, og sem gilda á um aldur og æfi, er slíkt ómögulegt. Meö því aö forðast alla tilbreytni, og beygja ekki af braut feðranna í neinu, er slíkt ómögulegt. Hugur og skynjun mannsins veröur að vera frjáls að leita út á viö, rannsaka, hafna og velja. Þaö verður aö vera algjört einstaklings frelsi. Ymsir óttast þaö, að það leiði til algjörrar glötunár, hver verði þá upp á móti öðrum og alt hið sameiginlega með mönn- um hverfi. A því er engin hætta, eftir er ætíð eitt er allir eiga sammerkt, er enginn fær viðskilið, en þaö er mannlegt eðli. Það er það einingarband á hugsun og stefnu, er nægja mun um allan tíma. Látum menn fara djai'ft, látum hvern stefna sfna leið, er raunar mun aldrei korna til, þeir eru allir útbúnir í byrj- un meö líkum áhöldurn til rannsókna, og þeir eru allir hreyföir og sveigðir eftir sömu tilfinningum er býr þeirn í brjósti. Þó leiöirnar skiftist um stund sveigja þær saman að síðustu. Ast, von, lotning, lífsþrá, meðaumkun, vinátta, eru sterkari tengzl en nokkur lagastafur. Og innri siðferðis meðvitundin, er leiðir alla, er henni hlýða, heila í höfn, færir oss þá einingu og sam- lögun, er kyrkjan hefir enn ekki getað áorkað. Það h'efir verið fundið trúarsamfélagi voru til, að það væri „nonconformiskt". Sú áklögun hófst á Englandi mjög snemma á siöabótinni. Sú ákæra barst sunnan úr Miö-Evrópu, frá Pól- landi, Transylvaníu og víðar. Eingyðis mennirnir hafna trúar- formálum kyrkjunnar almennu, sem bindandi fyrir menn. Það

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.