Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 10

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 10
io 6 HEIMIR aö þakka a8 óttinn viö hann rak þá til þess. Þing þetta er fyrsta tilraun í sögu kristninnar aö koma á „Confoimity" í trú, er nristókst hraparlega og í öllum sínum endurtekningum síöan hefir mistekist hraparlega. Lýsing þessa fyrsta þings allsherjar kristninnar á jciöunni er til frá þeim tíma og er næsta einkennileg. Og leyfum vér oss aö taka upp hér fáeina kafia í þýöingu úr ensku. Þaö sem aöallega bar á milli var um lærdóminn um persónu Jesú og helztu málsaðilar voru meiri hlutans, er aö lokum réöi úrslitum aö Jesú væri guös eingetinn sonur, sameðlis fööurnum; var Al- exander byskup frá Alexandríu og Athanasíus djákn hans, en á móti, og meö minnihluta tillögunni, þeirri aö Jesú væri sköpuö vera, óæöri föðurnum, eða maöur, gæddur andlegum yfirburö- um; var Aríus öldungur frá Alexandríu og Eusebius frá Níkome- día, er þá* var höfuðborg austur keisaradæmisins áöur en Mikli- garöur var byggöur. Þeim er lýst á þessa leiö: „Fremstur aö tign og vegleika var Alexander byskup. Hann var æösti bvskup kristninnar og honum einum bar nafniö „papa" eöa páfi. Byskupsdæmi hans var þaö menntaöasta og ríkasta á jöröinni. Hann var nú oröinn aldurhniginn mjög og átti ekki aö auönast aö sjá sitt heilaga málefni til lykta leitt. Skuggi dauöans hvíldi yfir honum. „Næstur honum er lítill og að viröist óveglegur maöur tæpra 25 ára gamall, en fjörlegur og málhreyfur, meö bjartann og guödómlegann svip. A honunr hvíla allra augu. Þessi er Erkidjákn Athanasíus Mikli. „Þá er aö líta til hinnar hliöarinnar og er þá fyrstur sókn- arpresturinn frá helztu kyrkjunni í Alexandríu, Baukalis. Hann er nú 60 ára aö aldri, ákaflega hár og grannvaxinn og aö viröist getur naumast haldiö sér uppréttum.hann liöast og víxlast sundur og saman og gengurmeð einkennilegum hreyfing- um, líkast þá er höggormur skríöur. Hann væri fríöur ásýndum væri andlit hans ekki svo átakanlega fölt og magurt og augun vísandi niöur, er kernur til af því aö hann er augnveikur. Stund- unr þrútna æöar hans og bólgna og hann nötrar allur, sem væri

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.