Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 16

Heimir - 01.11.1908, Blaðsíða 16
I l 2 HEIMIR í þessum sundurlausu rnolum, er eg hefi nú lesiö, hefi eg eingöngu hreyft viö trúarlegu „Conformity", er kyrkja og keis- arar reyndu aö koma á, en aldrei hefir tekist. Eg hefi veriö fjölorður og tekiö langdregna lýsingu af Nikeu þinginu, vegna þess aö þaö eru fyrstu og alvarlegustu tilrauninrnar, er geröar voru í kristinni tíö aö hinda mönnum skoðanir og láta alla sam- Iaga sig eftir fyrirmyndinni, játningunni er þar var samin. Eg hefi einnig reynt að sýna fram á hvernig þaö mistókst, því altaf voru fleiri,er leynt eöa þi opúnskátt höfnuöu öllutnþeim ákvæö- urn, en þeir sem héldu þau. Eins og í háöleik hregöur sagan npp fyrír oss mynd af jafnvel einum keisara miöaldanna í hinn heilaga Rómverska ríki, er þó átti aö sjá um aö öllu væri í skorðum haldið, er hafnaöig því iöllu,— Friöriki II., er sakaö- ur var urn aö hafa skrífað þá svæsnustu vantrúarbók þeirra tínra, og sem nefndist: „Þrír svikarar, Móses, Jesús og Mo- hammed." Þaö eitt er víst, aö heföí nokkur mögulegleiki verið á því aö' steypa alla í sama móti, þá heföi miðalda kristnin gjört þaö. Henni var gefið alt vald til þess af himni og jöröu. Þótt f ýmsum efnum, persónuóvild heföi hamlaö því á stundum aö allir yrði á sama máli, þá var þaö ekki altaf, enda margir þeir óvinir er játuðu afdráttarlaust sömu skoöun. Þaö veröur aö leita aö orsökunum dýpra en það, og þær finnast í inannseðlinu og eölislögmálinu sjálfu. Náttúran leikur sér ekki að því aö búa til alla hlutí eins, ekki jafnvel einstaklinga sömu tegundar eins. Engin tvö mannsandlít eru alveg þau sömu. Því skyldi þá hugur rnanna allra hneigjast að sömu sýnum? I samlögunarhugmynd eða „conformity" í kristnum síö, ofan allar aldirnar, felst þó sannleikur, sannleikur alls lífs og tilveru í heiminum, þaö er einingar hugsjónin, heildar einir.g, þar sem allir eru samverkandi og samstarfandi,en ekki samhugsandi. En þessi hugsjón var misskilin og afvega færö, er skilyröin fyrir því voru álitin vera þau, aö allir væri samhugsandi, samtrú- andi eöa samsálar. Sú eining er hvergi til í alverunnar ríki nema í þröngri trúspeki. Samverkandi og samstarfandi er öll tilveran, að því takmarki geta allir menn stefnt og þess nær

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.