Heimir - 01.10.1909, Side 26

Heimir - 01.10.1909, Side 26
5° HEIMIR því hugsunin er altaf blátt áfram og látlaus, En hitt er satt aö málið er ekki æfinlega sem liprast. Setningarnar viröast stund- um vera óþarflega flóknar, og oröaskipunin frábrugðnari því sem iu'in er í vanalegu máli en nauösynlegt væri rímsins vegna. Einnig koma stöku sinnum fyrir orð, sem beínlínis láta illa í eyrum. Þegar dæmt er um skáldskap á ekki að dæma um skoðanir skáldsins, einsog þær sjálfar væru skáldskapurinn. Þeir sem vilja kynna sér skoöanir Stepháns vel, geta gert það með því að lesa kvæði hans með athygli. Það er aðeins eitt sem hér skal tekið fram þeim viðvíkjandi : þær eru frjálsar og þróttmiklar. Þegar maður kynnist þeiin, gægist upp í huga manns sú hugsun, að sá maður, sem þær hefir hljóti að vera ineira en meðalmaður í hverju sem er; og að vera meira en meðalinaöur í erfiðum lífs- kjörum er að vera mikilmenni. Vonandi á þetta vestur-íslenzka stór skáld eftir að yrkja mikið ennþá. Ljóð hans verða öllum íslenzkum bókmenta vinum æ velkomin og betri viðurkenningu en þá getur ekkert íslenzkt skáld fengið. Guttormur J. Guttormsson : Jón Austfirðingur, WinnipÖg, prentsmiðja Olafs S. Thorgeirssonar, 1909. Jón Austfirðingur er saga í ljóðum. I henni er sagt frá íslenzkum bónda, sem selur óðal sitt heima á Islandi. flytur vestur um haf og sezt að í Nýja-íslandi. Fyrst er kringum- stæðum Jóns á Islandi lýst, svo boðskap vesturferða agentsíns, vesturferðinni og landnáminu, síðan er sagt frá ýmsum óhöpp- um, sem hann verður fyrir og óförum dóttur hans í Winnipeg, og að síðustu frá því að Jón tekur dótturson sinn munaðarlausan heirn til sín, er bætir honum að nokkru öll þau vonbrigði, sem hann hefir orðið fyrir. Sagan er yfirleitt vel sögð og ekki óvíða koma ágæt tilþrif fyrir, sérstaklega þegar höfundurinn er að lýsa erfiðleikum land- námsmannanna, sem hann er vel kunnugur. Ekki er lýsingin á frelsi íslenzka sveitabóndans mjög náttúrleg þar sem lionuin cr

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.