Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 11
H E I M I R 131 kærleiksríkan guð í öllum heimi, og í ööru lagi boði sínu: vertu öðrum hjálplegur. Það er nú þegar koinið í Ijós í hinum frjálsu löndum heimsins, að sundurleitar kyrkjustofnanir geta veriö samtaka í góöum verkum til að auka velferð mannanna. Við- hald spítala, ókeypis Jyfjabúða og líknarstofnana af fólki, sem tilheyrir allskonar trúflokkum, sameining allra kyrkna til að halda uppi fátækrahjálp í stórbæjunum, viðgangur “kristilegs félags ungra manna ” og margar aðrar tilraunir til að mynda satnbönd af skyldum kyrkjum til nytsamara framkvæmda, sanna allar gagnsemi víðtækrar samvinnu í góðum verkum. Enn- fremur getur hin nýja trú ekki myndað nokkurra stétt, kyrkju- legan embættislýð eða þröngsýnan flokk grundvallaðan á helgi- siðuin. A þessum grundvelli er ekki óskynsamlegt aö hugsa sér aö nýja trúin muni reynast sameinandi kraftur og mikill styrkur fyrir lýðstjórn. Hvort hún muni reynast eins áhrifamikil í því að aftra mönnuin frá að gera rangt og hvetja þá til að gera hið rétta, og hin viðteknu trúarbrögð hafa veriö, er spurning, sem reynzlan ein getur skorið úr. Með tilliti til þess hafa hvorki hótanir né loforð hinna eldri trúarbragöa reynst tnjög vel í mannfélaginu yfirleitt. Hræðslan viö helvíti heflr ekki veriö fullnægjandi til aö aftra mönnum frá aö gera rangt, og himnaríki hefir ekki ennþá veriö lýst svo aö það hafi haft mikið aðdráttarafl fyrir menn og konur yfirleitt. Bæði eru vissulega óhugsanleg. Miklir gáfu- menn, eins og Dante og Swedenborg, hafa framleitt aðeins fjarstæðulegar og ótrúlegar myndir af hvorum staðnum. Nútíö- ar maðurinn mundi ekki finna aö hann heföi verulega tapað nokkurri hvöt til góös, eða til að foröast ílt, þó himininn brynni og helvíti slökknaöi. Hinar • vanalegu kristnu hugmyndir um himnaríki og helvíti hafa ekki meiri áhrif á mentað fólk nú á dögum en Olympus og Hades. Sál nútímans krefst hvata eöa handleiöslu, sem hefir gildi nú þegar á þessari jörö. Nýja trúin byggir á verulegri reynzlu manna og kvenna, og mannfélagsins í heild sinni. Hvatirnar, sem hún reiöir sig á hafa verið, og eru, starfandi í lífi ótal margra manna; og hennar blessunarríku hug- sjónir og vonir eru betur grundvallaöar en þær sem í hinum

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.