Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 20
140 HEIMIR FÉLAGSMÁLIN Únítarasöfnuöurinn í Winnipeg hélt ársfund sinn sunnu- dagana 30. Jan. og 6. Febr. síðastl. Skýrslur yfir starf safnað- arins á síðastliðnu ári voru lesnar af hlutaðeigandi starfsmönnurn hans. Yfirleitt er hagur safnaðarins mjög góður. Kyrkjueign hans með því sem henni tilheyrir er virt á $26,629 °g þar auki eru $333.31 í sjóði. Skuldir þær, sem á söfnuðinum hvíla nema $2,846,61, sem gerir skuldlausar eignir safnaðarins að meðtöldum ógreiddum skuldum að upphæð $57, $23,639.39. Þegar þess er gætt að söfnuðurinn hefir frá því fyrsta verið mjög fámennur, má fjárhagurinn nú kallast afbragös góður, enda hafa meðlimirnir altaf lagt fúslega fram þegar á hefir þurft að halda. Samþykt var að styrkur sá, sem söfnuðurinn hefir þegið árlega frá Ameríska Únítara félaginu skyldi færast á næsta ári úr $900 niður í $500. I safnaðarnefnd voru kosnir : Josep Skaptason, Skapti Brynjólfsson, Hannes Pétursson, Friðrik Sveinsson, Þorsteinn Borgfjörð, Hallur Magnússon og Stefán Pétursson. Meðlimatalan jókst um 18 á árinu. Að vísu er það ekki há tala en sýnir þó áframhaldandi vöxt, sem er tiltölulega mjög góður, samanborið við annað félagslíf hér í bænum á saina tíma. Vonandi er að allir þeir únítarar, sem utan safnaðarins standa finni hvöt hjá sér til, annað hvort að ganga í hann eða að styðja hann sem meðlimir væru ; nokkrir hafa undanfarandi gert það á mjög drengilegan hátt. Stofnun unglingafélags í sambandi við söfnuðinn má teljast til frainfarasporanna á árinu. Það hefir nú starfað nokkuð yfir hálft ár með góðum árangri. Kvenfélag safnaðarins hefir reynst honum hjálpsamt nú sem • fyrri, Síðasta framkvæmd þess var aö kaupa vandað píanó fyrir samkomusalinn, sem mjög mikil þörf var á. A fundinum kom í ljós hjá öÍÍum einlægur áhugi fyrir mál- efni safnaðarins. Það er ósk vor og sannfæring að þessi áhugi glæði og efli ötula samvinnu á meðal allra þeirra, sem eru

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.