Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 19
H E I M I R > 139 Þar sem lýst er ungmeyjunni er leitaöi í valnum og fann ekki unnustann. Hann haföi svikist á burt til þess aö foröa lífinu og þá vildi hún ekki lifa. Fyrir frelsi hefir konungurinn mesti, Gustaf Adolf látiö lífiö. Maöurinn sein skynjaöi svo vel hvaö þetta lí( er, og sagöi þegar sæma átti hann skrúögöngum og allskonar viröingu í noröurför hans, í Erfurt, -‘Æ hugsiö ekki um mig, því livaö eregannaöen vesæll og deyjandi maður, en hugsiö um málefniö og hugsjón- ina sem barist er fyrir.” Þetta orö frelsi heyrist oft meöal þjóöar vorrar, en hvaö þýöir þaö, er þaö hugsjónin forna og nýja, yfirlitiö stóra og víö- tæka sem horfir til hinna eilífu réttinda allra manna ? Þaö er ekki svo stórt orö, ekki svo djúpt. Þaö er yfirborös hugsun sem hálf marar í kafi þröngsýnis og andleysis. Frelsi er tíðast skiliö sem sérréttindi einstaklinga, skipuleysi, einræni. Veit þá engi aö frelsi er hugsjón um mannfélagsástand, er krefur skipulags lögmáls alveg á sama hátt einsog vort eigið líf. Vér sem lifandi verur þoluin hvorki eld eöa vatn. Líkami vor hlýtir vissuin lögum, hugsanir vorar eru lagaöar eftir vissum jeglum er vér nefnum hugsana fræöi, annars eru þær á ruglingi og tæpast hugsanir. Eins er meö frelsiö. Þaö hlýtir vissum reglum og ein sú stærsta og inesta er sú þó undarlegt megi virðast, aö sá sem vill foröa lífi sínu veröur aö glata því. Þaö er svo rnikiö sem hver veröur aö gefa, af lífi sínu, starfi, hugsunum til annara. Annars varir ekki frelsiö. Því þaö er samvinna og samverknaöur, meö jafnaöarviöurkenningu og rétt- sýni allra á meöal, annars og án þess erekkert frelsi til. -‘Hug- sið eigi að þaö nægi, efst á blaöi ‘frelsi’ stafa, háleit orð, sein heimskir fiipra, hefna sín og veröa aö klafa.” Þaö mega allir reiöa sig á. En þessi hugsjón er enn ekki nema hugsun sem flýtur ofan á. Ef vér álítum aö það sé frelsi aö hver megi fara eftir því sem honum einum sýnist, án nokkurs tillits til annara og að reglan sé eiginlega sú að þekkja engin lög, enga setninga, ekkert skipulag. Þá er ekki um frelsi að ræða. Aö eiga stefnu og lifa henni svo aö lífið týnist allt í þjónustu þess hugtaks, glatist svo það íinnist, ef vér viljutn nota þaö orötæki, þaö er aö vera frjáls. R.P.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.