Heimir - 01.02.1910, Blaðsíða 13
HEIMIR
133
Út um glugga híbýla vorra, sjáum vér menn og skepnur
á ferö, snjó þakta jörö, hús í hillingum nær eöa fjær, til skóga,
upp í heiöbláann himinn, á stöku staö til hafs.
Úti, þótt vér staönæmumst á göngu vorri, sjáum vér hiö
sama. Og ef vér horfum til himins sjáum vér blágeiminn og
hér og hvar aö um hann sigla slæöur, sumar þykkar og háar,
aörar þunnar og gresjulegar og á milli stafa út geislar sólar.
Slæöur þessar er gufa jarðar.
Vér sjáum aðeins út í gejminn og aö í honum hangir í ó-
teljandi myndum gufa jaröarinnar í afar fjarlægð fyrir ofan oss,
ský er bera hraðan fyrir vindi.
Þetta hefir mætt augum mannkynsins um óteljandi aldir,
öld af öld, kynslóð eftir kynslóð. Hugsanir hefir þaö vakiö
stundum, án þess þó að meira fengi nokkur séð eða lengra
litiö. Meöal alls fjöldans vakiö þó alls engar hugsanir, en
í stöku hjarta, ef til vill, vakið óljósa þrá eöa löngun ; löngun
aö svífa út um heimin.-—Far þrá. Andinn finnur ávalt, hjá
þeim, þar sem hann er annars nokkur, einsog eitthvaö
kreppi aö, einhver þreingsli, takmörkun og út fyrir þrengslin,
takmörkin, þróttleysið fálmar hann og seilist. Og hver mynd
sem meö sér ber ótakmarkaðann mátt, svifrúm, vekur hann af
dvala einsog dagsljósiö sofandi mann.
Til himinfaranna hafa skáldin sent kveöju, ákallaö þau að
vera sér vegvísarar, flytja sig, kénna sér flugið og máttinn aö
lifta sér yfir þaö hversdagslega. Börnin jafnvel aö leikum
sínum hrópa yfirkomin: “Sjá, þarna er guö.” Gufa jarðar
hrópar til gufu jaröar!
—Furöulegt!—
Augaö hefir séð farfleygið. Meira hefir það ekki séð. En
tilfinningin hefir vaknaö!
Og hvernig getur á því staöiö? Tilfinning mannlegrar
sálar fundiö skyldleika með hinum dauöu hreyfingumjnáttúrunn-
ar, fundiö þar líkingu sinna eigin langana, dæmisögu síns eigin
sálarlífs ? Er það af því aö skyldleikinn er til, milli mannsinsog
ytri tilverunnar, milli mannlífsins og alheims lífsins ? Er þaö
af því aö alt líf er eitt í þessum óteljandi myndum, og ein mynd-