Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 6
222
H E I M I R
tíu ár sem hann átti eftir ólifað. Af öllum mönnum fyr og síðar
á Englandi eiga únítararnir þar Priestley langmest að þakka.
Með sínu óbilandi þreki ruddi hann frjálsum trúarskoðunum
braut. Hann gekk lengra en allir aðrir samtíðarmenn hans, þó
sumir þeirra væru á ýmsan hátt all-frjálslyndir. Fyrir hann var
skoðanafrelsið alt, öll bönd, hverju nafni sem þau nefndust, vildi
hann brjóta, til þess að menn gætu notið þess, og ávextirnir af
starfi hans sýndu brátt að hans málstaður var réttur, enda þó
hann bakað honuin misskilning, óvild og hættu á meöan hann
lifði.
Theophilus Lindsay var prestur í ríkiskyrkjunni og til
heyrði flokki manna þar, sem vildi rýmka til um sumar af
kenningum hennar og siðum. Þessi frjálslyndi flokkur hafði
ýinislegt sameiginlegt með frjálslynda flokk.urn á Hollandi, en
var smár Og varð lítiö ágengt. Leiðtogar þeisarar hreyfingar
vildu fá ýrnsu í hinni svo nefndu ,,Alinennu bænabók“ ogtrúar-
játningunni breytt og lögðu beiðni fyrir þingiö þessefnis. Þingið
sinti beiöninni alls ekki, og þá tók Lindsay sig einn til, sagði
sig úr ríkiskyrkjunni og stofnaöi óháðan söfnuð í Lundúnum i 773.
Lindsay gerðist únítari og söfnuður hans í Lundúnum var hin
fyrsta únítaríska kyikja á Englandi. Fyrirtæki hans hepnaðist
ágætlega, margir nafnkendir menn fylgdtt honum að *nálum ,:g
studdu hann. Skoöana-bræöur hans, sem \eiið höftu í ríkis-
kyrkjunni höfðu spáð, að með því að fara úr henni væri hann
að eyðileggja öll þau áhrif, sem hann gæti haft. En það fór
alt á annan veg. Hann var sá eini af þeim flokki, sem nokkur
veruleg áhrif hafði, hinir sein eftir voru í ríkiskyrkjunni komu
engum umbótum til leiðar.
Skömmu eftirþessa stofnun únítarískrar kyrkju í Lundúnum
voru söínuðir og félög með sama nafni og tilgangi stohiuð í
ýmsum öðrum bæjum. Nokkrir mentamenn frá Cambiidge
geröust únítarar, og 1806 var únítarískt trúboðsfélag sett á fót.
Presbýterönsku kyrkjurnar, eins og áður er getið, snerust marg-
ar og urðu algerlega únítarískar, og nokkurhluti baptista kyrkju-
nnar varð það að öllu nema naíninu til. Enn-fremur lættust
nokkrar meþódista kyrkjur í h'pinn s'ðar. Árið 1825 var