Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 22

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 22
238 HEIMIR Útgefendur kvæSanna, sem eru nokkrir vinir skáldsins hér vestan hafs, eiga þakkir skiliö fyrir aö hafa ráöist í aö koma því sem skáldiö hefir ort saman í eina heild. Hver veit hvaö lengi þess heföi orðið að bíöa, nema fyrir þá fraintakssemi. Guðleg Áhrif EFTIR JAMES G. TOWNSEND, D. D. . Spurningarnar, sem ég tek til íhugunar eru þessar: Berast áhrif til vor frá hinum ósýnilega heimi? Geta hinir sorgmæddu, sjúku, fátæku, fávísu, litilsigldu og íllu fengiö hjálp- og huggun? Er þaö aöalatriði trúarinnar rétt, að maöurinn geti komist í samband við hiö guölega og orðiö betri og göfugri vegna þess sambands? Er bæn mannsins í raun og veru svarað? Þó ég sé sannfæröur um aö sannleikurinn birtist oss ekki í gegnum neina, sérstaka opinberun, aöeins í gegnum reynzlu, í gegnum vísindi eöa heiinspeki, mun ég samt svara spurningum Jjessum játandi, og skal leitast viö aö ryöja úr vegi hinum alvarlegustu og dýpstu mótbárum gegn hugmjndinni um guöleg áhrif—þeim sem aö vísindi nútímans hafa í för með sér. Þessar mótbárur felast í Jreirri staöhæfingu aö náttúrulögin gildi án takmarka, aö mannlegt líf og mannleg framþróun sé lokaöur hringur; aö enginn skynsamlegur innblástur eöabending geti komiö utan aö; aö þaö sem þannig virðist vera sé ímyndun eintóm; að kærleikur, meöaumkun, samhygö, hatur, hefndar- girni, svik, umhugsun og eftirtekt sé rétt eins ósjálfráö og vöxtur trésins eöa blómsins. Haeckel segir: “Frjálsræöi viljans er ekki viðfangsefni fyrir vísindalega rannsókn, því þaö er blátt áfram kenning, sem bygö er á misskilningi.” Samkvæmt þessari kenningu Haeckels gat St. Francis ekki komist hjá því aö vera góöur, og Iago gat ekki komist hjá Jrví aö vera svikull' Þaö erekkertgott eöa ílt til í heiminum.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.