Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 13
H E I M I R 229 Fjóröi fundur var settur af forseta klukkan 5 e.h. þ. 20. Fundarbók lesin upp og samþykt. Fræöslumálanefndin lagöi fram eftirfylgjandi skýrslu: Sökum knýjandi þarfar, sem viröist vera á því aö leiöar- vísir sé gefinn út til notkunar viö up'pfræöslu unglinga í únítar- ískuin trúarskoðunum leggur nefndin til aö þriggja inanna nefnd sé kosin til aö semja og sjá um útgáfu slíks leiöarvísis fyrir næsta nýjár ef möguleikar leyfa, meö tilstyrk framkvæmdarnefndar- innar hvaö kostnaö snertir- Umræöum um skýrslu þessa var frestaö þar til síðar. Sálmabókarnefndin lagöi fram eftir-fylgjandi skýrslu: Nefndin leggur til aö skrifara þingsins sé faliö á hendur aö skrifa biskupi Islands og tjá honuin aö kyrkju-félag únítara í Vesturheimi hafi veriö aö hugsa um aö gefa út íslenska sálma- bók, sem þaö gæti notaö viö guösþjónustur sínar, þv/ aö sálma- bók sú, sem nú er notuöaf hinni íslensku lútersku þjóökyrkju sé því alveg ónóg, sömuleiöis að vér höfum frétt aö kyrkjustjórnin áíslandi hafi í hyggju aö gefa út nýja sálmabók, og af þessum ástæðum aö gera fyrirspurn um, hvers vegna íslenska kyrkjan vilji breyta sinni sálmabók, því ef gallarnir væru aö nokkru leyti þeir sömu og þeir er vér finnum, þá mundum vér hætta viö aö hugsa um útgáfu sálmabókar og nota hinna nýju sálma- bók íslensku kyrkjunnar. Séra Rögnvaldur Pétursson lagöi til aö forseta en ekki skrifara væri faliö á hendur aö skrifa biskupi og aö nefndarálitiö sé viðtekiö meö þeirri breytingu. A. E. Kristjánsson lagöi áherzlu á, aö meö þessari ráöstöfun væriekki hætt að hugsa um aö gefa út sálmabók. Skýrslan varsamþykt meö áöur nefndum breytingum. Útbreiöslumálanefndin lagði fram eftirfylgjandi skýrslu:— 1. Nefndin álítur mjög viöeigandi bendingar þar er fram komu í ræðu útbreiðslustjóra og leyfir sér aö mæla meö útbreiðslu aöferöum þeim, er hann mælir með, nefnilega, aö reynt sé aö líta sem bezt eftir þeim söfnuðum, sem nú þegar eru myndaðir.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.