Heimir - 01.07.1911, Síða 4
í elztu Shinto-trúar ritunurn, sem eru nærri 1200 ára gömul,
er sagt frá sköpun japönsku eyjanna og margra guða. Guöirnir,
sem sköpuöu eyjarnar voru tvö systkin Izanagi og Izanami. A
undan þeim voru til aðrir guðir, sem aðeins eru nefndir á nafn.
Eítir skipun þeirra stíga þau bæði á himnabrúna, sem svo er
nefnd, og stinga spjóti niður í hið áskapaða efni, sem var eins
og freyðandi leðja. Dropi sem fcll af spjótinn varð að eyju.
Izanagi og Izanami stigu niður á eyju þessa og sköpuðu fleiri
eyjar og fjölda af guðum: fjallaguð, stormguð, hafguð og s. frv.
Við fæðingu eldguðsins deyr Izanami og fer til undirheima.
Izanagi fer á eftir henni til að heimta hana úr helju. En vegna
óþolinmæði hans að bíða á meðan hún ráðfærir sig við undir-
heimaguðina tekst honum ekki að ná henni og verður að flýja til
jarðarinnar undan undirheima gyðjunni. Þegar Izanagi kom upp
á jörðina laugaði hann af sér undirheima óhreinindin. Utn leið
og hann fór úr fötunum urðu þau að guðunr Óhreinindin, sem
hann þvoði af Sér, urðu að guðum, sem færðu mönnum hið ílla.
En um leið og hann þvoði augu sín og nef mynduðust þrír guðir,
sem síðan kveður mest að; þeir voru sólargyðjan tunglguðinn og
sævarguðinn. Á rnilli þeirra skifti Izanagi heiminum. Sólargyðjan
fékk himininn til umráða, tunglguðinn nóttina og sævarguðinn
hafið. I stað þess að taka að sér yfirráð hafsins ónáðaði sævar-
guðinn systur sína, sólargyðjuna stöðugt, svo að hún að lokum
flúði í hellir einn, og varð þá myrkur um allan heim. Nú söfn-
uðust allir guðirnir saman fyrir framan hellirinn og reyndu á
allan hátt að lokka gyðjuna út úr honum. En alt til einskis.
Þar til ein af gyðjunum lét byggja pall mikinn og dansaði á
honum tneð allskonar skpípalátum, svo allir guðirnir skellihlóu.
Þá varð sólgyðjan forvitin og gægðist út. Guð kraftarins sem hafði
falið sig á bak vtð hurðina, náði í hönd hennar og dró hana út.
Hellismunninn var byrgður og guðirnir báðu sólargyðjuna að fara
þar ekki framar inn. Sævarguðinutn var hegnt með því að hann
var gerður útlægur og rekinn til jarðarinnar. Hann og afkom-
endur hans urðu nú stjórnendur Japan. Síðar fær sólargyðjan
afkomendum sínum stjörn landsins í hendur og frá þeim eru
keisara ættirnar komnar.