Heimir - 01.07.1911, Síða 8

Heimir - 01.07.1911, Síða 8
24B HEIMIR gulli. Líkneski þetta stendur úti, hiö eina, sem ekki stendur í musteri, og er frá þrettándu öld. Búddhatrúarmennirnir í Japan dýrka marga fleiri guöi. Norönrbúddhatrúin varð að hreinni fjölgyðistrú, þó ekkert væri fjarlægara hinni upprunalegu Búddhatrú en dýrkun margra guða. Guð náðarinnar og guð vizkunnar eru víða dýrkaðir af japönskum Búddhatrúarmönnum. Ennfremur eru fyrri aldar Búddhatrúar-spekingar næstum því tilbeðnir eins og guðir. Búddhatrúarmenn skiftast í marga flokka, sem sín á milli eru alls eigi samdóma um ýms atriði trúarinnar. I Japan eru sex slíkir flokkar. Flokkar þessir hafa verið við lýði um langan aldur; voru til á þrettándu öldinni, þegar innbyrðis deilurnar féllu að mestu leyti niður og prestarnir fóru að taka þátt í stjórnmálum, sem varð fremur til óhags fyrir landið. Búddha- trúin náði þá mjög hylli keisaranna og hærri stéttanna. Margir keisarar eyddu síðari hluta æfi sinnar í klaustrum og yfirgáfu algerlega landsmálin. Þetta ásigkomulag hélzt þar til seint á síðastliðinni öld. Þá varð breyting mikil í stjórnmálunum. Lénsherra valdið var afnumið og keisaravaldið stórum aukið. Að þessum breytingum studdu Shintotrúarmenn mjög. Afleið- ingin var sú, að Shintotrúin var viðurkend af keisaravaldinu en mjög krept að Búddhatrúnni. Þó hefir ekki tekist að veikja hana á meðal fjöldans; hún er ennþá hans trúarbrögð, þar sem Shintotrúin hefir aðeins fylgi hinna hærri stétta. Siðferðiskenningar Búddhatrúarmanna eru margar fagrar og háleitar. Þær eru grundvallaðar á lffsreg'um og fyrirskipun- um, sem finnast í hinum auðugu, fornu bókmentum Búddha- trúarinnar. Prestarnir útskýra þessar kenningar og hefir hver fiokkur sínar útskýringarog skoðanir á þeim. Búddhatrúarmenn- irnir í Japan taka mjög þátt í ýmsum umbóta störfum; þeir hafa t.d. stofnað hæli af ýmsu tagi fyrir hjálpar þurfandi fólk. Það er orðlagt hversu fúslega, jafnvel þeir fátækustu, leggja fram fé til musteranna. Á síðari tímum hafa Búddhatrúarmenn í Japan starfað á móti útbreiðslu kristindómsins þar, og í því

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.