Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 6
126
HEIMIR.
Skrifari gaf munnlega skýrslu viðvíkjandi útgáfu handbókar;
kvaðst hann ásamt séra Rögnv. Péturssyni vera byrjaður á að þýða
hina nýju liandbók Ameríska Unitarafélagsins fyrir presta á íslenzk-
u, en sökum anna síðustu vikurnar hefði verið ómögulegt að ljúka
við það verk fyrir þingið. Ó. Pétursson lagði til að verki þessu væri
haldið áfram og það falið framkvæmdarnefnd félagsins til eftirlits.
Tillagan var studd af J. Halldórssyni. B. B. Olson benti á, hvort
ekki mundi tiltækilegt, að prenta nokkra sálma í þesskonar bók,
sem sérstaklega gætu komið að notum við ýms tækifæri. P. Bjarna-
son mintist á það sama og svo notkun bókarinnar yfirleitt- Forseti
sagðist álíta ómögulegt að slengja saman sálmabók og handbók.
Sömu skoðun lét séra A. E. Kristjánsson í ljós, sem sagðist áiíta að
þörf væri á handbókinni en engu síður þörf á sálmabók. Tillagan
var samþykt.
Eorseti gaf munnlega skýrslu fyrir hönd nefndar þeirrar, er
haft hefir gamalmennahælismálið með höndum. Sagði hann að
nefndirnar frá lútherska kyrkjufélaginu, Tjaldbúðarsöfnuði og þessu
félagi hefðu nokkuð rætt um málið síðan á síðasta þingi, og hefði
komið í ijós við þær umræður, að nefnd lútherska kyrkjufélagsins
hefði nokkuð viljað slaka til með hlutföllin milli flokkanna í stjórn
hins fyrirhugaða hælis, en þó ekki viljað viðurkenna alla flokka,
sem hlut ættu að máli, alveg jafna. Um mál þetta töluðu, auk for-
seta: skrifari, P. Bjarnason, og séra A. E. Kristjánsson. P. Bjarnason
lagði til og J. Straumfjörð studdi, að sömu nefnd væri falið málið
til meðferðar framvegis. Tillagan var samþykt-
Björn Pétursson las og lagði fram eftirfylgjandi skýrslu frá
séra Rögnv. Péturssyni viðvíkjandi söfnun bóka og liandrita snert-
andi sögu Unitarahreyfingarinnar meðal Islendinga, sem honum var
falið á hendur á síðasta þingi:
'Til forseta hins Unitariska Kyrkjufélags Vestur Islendinga:
Á hinu sjöunda þingi kyrkjufélags vors, er haldið var í Winni-
peg 18-20 apríl 1913, var mér undirrituðum falið á hendur að gangast
lyrir að safna skjölum og skírteinum, safnaðarbókum, ritum, prent-
uðum og óprentuðum, er að einhverju leyti snerti sögu hinnar úní-
tarisku trúarhreyfingar hér vestra.
Um mál þctta skrifaði eg ítarlega áskorun í 2 blaði 9 árgangs
Heimis. Undirtektir hafa verið smáar. Söfnuðir, er eiga gamlar