Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 14

Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 14
134 HEIMIR. Útgáfunefnd Heimis—Séra Rögnv- Pétursson; ólafur Péturs- son; Séra Guðm. Árnason. Yirðingarfylst, Níels E. Hallsson G. Jörundsson Jónas Halldórsson B. B. Olson lagði til og P. Bjarnason studdi að nefndarálitið væri samþykt. Var þar næst gengið til atkvæða og nefndarálitið samþykt í einu hljóði. í>á var gengið til atkvæða um tillöguna, sem frestað hafði verið þar til nefndarálit þetta væri fram komið, og var samþykt með átta atkvæðum gegn sex. B. B. Olson bauð kyrkjufélaginu fyrir hönd Gimli-safnaðarins að halda næsta þing sitt á Gimli kringum 3 sunnudag í júní 1915. B. Pétursson lagði til og P- Bjarnason studdi, að boðinu sé tekið með þökkum. Samþykt. P. Bjarnason lagði til að fundi væri frestað til kl. 2 næsta dag. Stutt og samþykt. Klukkan hálf fjögur fór fram guðsþjónusta í Goodtemplara- húsinu á Lundar, séra Aibert E. Kristjánsson las biblíukaflana, en séra Guðm. Árnason fiutti ræðuna. Ejöldi manns var viðstaddur. Mánudaginn 22 júní kl. 2 e.h. var haldinn trúmálafundur- Séra A. E. Kristjánsson las nokkurn hluta 21 kap. Opinberunarbókar- innar og sálmurinn nr. 427 í sálmabókinni var sunginn. Umræðuefnið var framtíðarkyrkjan, og hóf hr. Skafti B. Brynj- ólfsson umræður um það. Plutti hann snjalt erindi og benti á, hvernig kyrkjan á liðnum tímum hefði orðið að breyta stefnu sinni og afstöðu samkvæmt kröfum vísinda og þekkingar. Stefnubreyt- ingin, sagði hann, að héldi áfram, unz kyrkjan í heild sinni hefði hallast að þeirri frjálsiyndisstefnu, sem Únftarakyrkjan hefði lengi haldið fram og á eftir henni ýmsir menn í öðrum kyrkjuflokkum. Á cftir málshefjanda töluðu: Halldór Jónsson, guðfræðisnemi, sem talaði frá sjónarmiði lúthersku kyrkjunnar, séra Guðm. Árnason og séra A- E. Kristjánsson, og urðu umræður all-langar. Aðsókn að fundinum var sérlega góð.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.