Heimir - 01.03.1914, Side 23

Heimir - 01.03.1914, Side 23
HEIMIR. 143 Stríðið. Eyrir hálfri öid liefði stríð milli Norðurálfu stórveldanna ekki þótt neitt undur. Þá var það þvert á móti talið sjálfsagt að cf nokk- urt deiluefni var til milli tveggja eða fleiri þjóða, yrði það orsök stríðs. En svo mikið liefir hugsunarhátturinn breýzt á síðustu áratugum, að margir töldu það óhugsanlegt að stórveldum heims- ins lenti framar saman í stríði. Enginn ófriður hafði lengi átt sér stað milli Norðurálfu þjóðanna, að Balkanskaga þjóðunum undan- teknum, og nokkur deiluatriði milli ýmsra þjóða höfðu verið lögð í gerð og jöfnuð á friðsamiegan hátt. Auk þess var það kunnugt að stjórnir sumra stórveldanna, svo sem Englands, vildu varðveita friðinn í lengstu lög. Yfirleitt sýndist friðarhugmyndin svo langt á vcg komin í hinum mentaða heimi, aö margir formælendur hennar voru farnir að gjöra sér vonir um, að stríð eins og þau sem háð voru á fyrri hluta nítjándu aldarinnar, á Napóleons tímabilinu. ættu sér ekki stað framar. En nú eru slíkar vonir að engu orðnar. Þær voru ekkert ann- að en liugsjón nokkurra mannvina. Eyr en menn varir eru fimm stórveldin í Norðurálfunni komin í þlóðugt stríð. Um allan heim eru menn mintir á það, að ennþá er hnefarétturinn látinn skera úr málum; ennþá er hermanna fjöldi og stærð fallbyssanna lielzta tryggingin fyrir því að hver þjóð geti varðveitt tilveru sína. Nú geta þeir sem lialdið hafa fram að liinn gífurlegi herkostnaður, er allar þjóðir hafa á sig lagt á síðustu árum, væri nauðsynlcgur, réttlætt sína afstöðu og sagt til hinna:— hvar stæðum við nú, ef þið hcfðuð fengið að ráða.? Þrátt fyrir allar spárnar og þrátt fyrir allar vonir friðarmannanna er nú svo komið, að stríð, sem eflaust verður voða- legra en flest önnur, sem sagan getur um, er komið upp milli lielztu menningarþjóða heimsins. Hverjar eru orsakir þessa stríðs.? Margan mun furða á því af hvað smáum orsökum á yfirborðinu það hefir getað risið- Morð ríkiserfingjans austuríska og konu hans virðist ekki vera nóg orsök til þess, áð Austurríki segi Serbíu stríð á hendur, þó að það í sjálfu L

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.