Heimir - 01.03.1914, Síða 27

Heimir - 01.03.1914, Síða 27
HEIMIR. 147 En hvað er um afieiðingarnar.? Ivostnaðinn, mannfallið, eyði- legginguna.? Það alt verður meira en unt er að gjöra sér grein fyrir. Hversu skamt er ekki liin verulega siðmenning enn])á á veg kominn að málum skuli ekki enn verða miðlað án slíks kostnaðar, tjóns og dauða. Ekkert stærra meningarspor yrði nú stígið en það að allar mentaðar þjóðir lærðu að taka liöndum saman með þeim ásetningi að “láta stríðum linna til jarðarinnar enda.” G. Á. Uppruni nafnsins Unitar. Að mestu eftir grein eftir W. C. Gannett í “The Christian Register” 1 ungverskri kyrkjusögu, eftir kalvinskan guðfræðing, Pétur Bod að nafni, sem var gefin út órið 1756, er getið um lög, sem þingið 1 Transylvaníu samdi árin 1557, 1563 og 1568, þar sem ákveðið er, að þeir sem aðhyllist mótmælendtrú skuli njóta allra sömu réttinda og kaþólskir menn- Meðal annars stendur þar:—“Auk þess mynduðu trúflokkarnir ýmsu samband sín á milli, til þess að þeir ekki af trúarbragðarlegum ástæðum ónáðuðu og ofsæktu hverir aðra með innbyrðis hatri. Yegna þessa sambands voru þeir nefndir uniti eða unitarii. Nafnið hélzt við þá sem játuðu að faðirinn einn væri liinn eilífi, sanni eini (guð), og þeir tóku það upp af frjálsum vilja; þar sem þeir er héldu fram þremur persónum í einni veru, voru aftur á móti kallaðir “trinitarii”. Á þessum orðum hafa margir bygt þá skoðun að nafnið tJnitarar liafi upprunalega táknað sameiningu trúflokka, sem ekki liöfðu sömu trúarskoðanir, í því skyni að forð- ast ofsóknir og ónæði sín á milli, sem var algengt milli mótmælenda- flokkanna og kaþólsku kyrkjunnar á 16. öldinni. Þessu er t. d. haldið fram í sögu Únítara kyrkjunnar eftir prof. Allen og margir fleiri meðal amerískra Únitara liafa aðhylst þessa skoðun. En síð- ustu rannsóknir liafa leitt í ijós sumt, sem hendir ó, að þessi skoðun sé röng, og að nafnið hafi frá fyrstu þýtt trú á einn guð í mótsetn- ingu við trú ó þríeinan guð.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.