Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1978, Side 4

Muninn - 01.03.1978, Side 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ, HÆTTULEGASTI AFTURHALDSFLOKKUR Á ÍSLANDI. Alþýðubandalagið býr sig nú af kappi undir komandi kosningar. F.l okkurinn getur átt von á því að auka við fylgi sitt, því óánægja ineó núverandi ríkisstjórn er mikil. Alþýðubandalagið hefur haldið uppi harðri hríð gegn stjórninni og á auðvelt með að gera lífið erfitt fyrir hana vegna þess að það hefur undirtökin í verkalýðs- hreyfingunni, og beitir henni óspart fyrir sig. Lausn Alþýðubanda- lagsins á vandamálum þjóðarinnar er sú að fólk eig.i að gefa því at- kvæði sitt í komandi kosningum, þá muni Alþýðubandalagið kannski kcmast í ríkisstjórn og þá sé unnt að þoka landinu í átt til sósíal isma. Islendingar hafa heyrt lýðskram svipað þessu í fjölda ára. AlþýðubandaJagið og forveri þess, SÓsíalistaflokkurinn, hafa komist í stjórn þrisvar sinnum frá stríðslokum. Höfuðröksemdirnar fyrir þátttöku í stjórnum þessum hafa verið eftirfarandi: a) Nauðsvnlegt væri að koma lagi á rikisbúskapinn og atvinnuvegi þjóðarinnar eftir að íhaldið væri búið að sigla öllu í strand. b) Verkalýðshreyfingin myndi fá meiri áhrif á stjórn landsins og kjör alþýðu batna við stjórnarþátttöku AB. c) 'J'vær síðari stjórnirnar sem AB/Sós. hafa tekið þátt i hafa haft á stefnuskrá sinni að reka herinn úr landi. Þetta mál hefur þó vikið fyrir öðru máli, sem hefur haft "algjöran forgang", en það er d) Landhelgismálið. Það hefur verið ein af röksemdunum fyrir vinstri stjórnunum að nauðsyn væri að færa út landhelgina. Árangrinum af þessum stjórnarþáttökum má lýsa eftir sömu röð þannig: a) íslenska auðvaldskerfið hefur ýmis sérkenni. Eitt það helsta er hin mikla þátttaka ríkisins í atvinnulífi. Rikið stjórnar í raun og veru atvinnurekstri í landinu. Þetta er íslensku auðvaldi nauðsynlegt til að verjast áhrifum og ágangi erlends auðvalds, sökum þess hve íslenskt auðvald er veikt miðað við önnur nálæg auðvaldsríki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki getað sinnt upp- byggingu ríkisins nægilega vel vegna þess að I flokknum eru sterk öfl, sem ekki vilja sterkt ríkisvald, aðallega heildsalar og smáat- vinnurekendur. Þá hefur Alþúðubandalagið komið og I samræmi við yfirlýsta stefnu aukið og styrkt þennan mikla ríkisrekstur og þannig hlaðið undir og styrkt stöðu íslensks auðvalds. Aukinn ríkisrekstur táknar hjá Alþýðubndalagsmönnum það, að ísland 'fær- ist nær sósíalismanum". Alþýðubandalagið hefur í þessum aðgerðum alltaf haft náin samskipti og samstarf við öflugasta auðhring á 4

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.