Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 6

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 6
SKALDIÐ I BAKARIINU Hleifar Brauð var skáld. Á morgn- ana, snemma, sást hann tölta niður sl- akkann með hausinn nema við bringspal- irnar. Gömlu sjó- mennirnir sem röltu hægum skrefum niður fyrir bakkann köst- uðu alltaf kveðju að Hleifari en það var endrum og eins að hann yrti á þá. Stundum teygði hann hausinn upp og brosti stundum hraut úr hon- um eitt og eitt orð sem morgungolan bar í burtu jafnharðan. 'Meðan trillukarlarnir settu í gang varð þeim oftast hugsað til Hleifars í bakaríinu. Það var svo ekki fyrr en þeir renndu færinu að Hleifar gamli hvarf úr hugskotum þeirra. Þegar gert var hlé á færaskakinu og tekið til við að narta i nestið um hádegisbilið varð þeim svo aftur hugsað til Hleifars í bakaríinu. "Hann bakar svoddan góða punga", sögðu þeir og sá guli var aftur kominn á krókinn. Meðan trillukarlarnir reru i gráð- ið og nudduðu við þann gula var Hleif- ar í bakaríinu að hnoða. í rúma hálfa öld hafði hann hnoðað og hnoðað. Allt- af var sami skammturinn af hveitinu og sykurörðurnar voru vegnar upp á gramm. Það var heldur ekki kvartað undan brauðinu frá Hleifari gamla í bakaríinu. Það vissu ekki margir að Hleifar Brauð var skáld. Helst voru það gömlu trillukarlarnir sem það vissu því það Frh.á bls.32. 6

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.