Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1978, Side 10

Muninn - 01.03.1978, Side 10
VORT GÓÐA STARF. Það st.yttist í prófin og feikningsskil vetrarins eru skammt mdan. Veturinn er nú liðinn og leiðinlegt tíðarfar er sem betur fer að baki. Þessi vetur er búinn að vera fljótur að líða og ber [>ar fyrst að þakka siðaskiptunum 7. febrúar 1978 þegar nýir straum- ar og nýir menn tóku við skólafélaginu. Þessar línur eru ritaðar hér til þess að óska okkur í stjórn félagsins til hamingju með vel unnið starf, því það verða víst ekki aðrir til þess. Þann 7. maí '78 átti stjórn Hugins þriggja mánaða starfsafmæli. Heldur var lítið um dýrðir, engin fallbyssuskot, engir fánar blöktu okkur til dýrðar og lítið var um tertubakstur. Ekki er það ætlunin að rita hér minningargrein, við erum þó alltént á lífi, enn sem komið er. Eins og áður er getió tók nú- verandi stjórn tii starfa 7. febr. s.l. Fráfarandi stjórn eftirlét okkur blómlegt bú og óhreina félagsmálakompu. Fyrst i staó höfðum við áhyggjur af þvi að við kæmum engu i verk nema að taka til i félagsmálakompunni. En ekki leið á löngu þar til verkin fóru að hlaðast upp hvert af öðru. Listavikan var að sjálfsögðu hápunkt- urinn* en ýmislegt annað hefur þó borið á góma i vetur. Málfundir og skól.afundir hafa verið óvenju vel sóttir i vetur. Sérstaka athygli vekur almennari þátttaka kennara en oft áður. (Þaó eru fleiri farnir að mæta en Sverrir Páll sem betur fer). Það sem þó gladdi okkur mest var hve margir mættu á skóla- fundinn þann 28. feb. s.l. sem haldinn var um kjaramál og hvort við menntskælingar skyldum taka þátt i verkfalli ASl, BSRB, BHM og fleiri aðila. Að visu höfum við fengið ákúrur frá ungum hægri- mönnum sem gagnrýndu réttilega val frummælenda á fundinum. Til áréttingar skal það tekið fram að mjög treglega hefur gengið að fá unga hægrimenn i ræðustól i vetur sem undanfarin ár og svo notuð séu orð "guðföður" þeirra, Lárusar Blöndal, þá sagðist hann ekki fara að berjast einn við þessa kommúnista, þannig er nú á- standið þar. Einnig skal þeim bent á að á íslandi er frjáls skoð- anamyndun og á málfundum og skólafundum er púltið vel til þess fall.ið að koma sinum skoðunum á framfæri. Hin ýmsu félög Hugins hafa starfað með miklum krafti nú sem endranær. Stærsta sérfélagið innan Hugins, ÍMA, hefur m.a. sigrað i framlialdsskólakeppninni i blaki karla og kvenna og knattspyrnu- Iið skólans i framhaldsskólamótinu i knattspyrnu karla. Að lokum 10

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.