Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1978, Page 11

Muninn - 01.03.1978, Page 11
má ekki gleyma stórsigri M.A. yfir Menntaskólanum á ísafirði, en þar burstuðum við nemendur M.í. í flestum greinum. L.M.A. hefur sömuleiðis starfað af miklum krafti. 1. des. dag- skráin var frumsamin að þessu sinni og að mestu í höndum L.M.A. 2. verkefni félagsins var flutningur á íslenska leikritinu "Hlaup- vídd sex" eftir Sigurð Pálsson. Sýningar á leikritinu gengu mjög vel, urðu alls sex á Akureyri, en að auki var farið i ferðalag til Siglufjarðar og Skagafjarðar. L.M.A. hefur aldrei komið eins vel út fjárhagslega og ber þar að þakka formanni félagsins, Hermanni Arasyni, fyrir mjög vel unnið starf. NÚ fara þeir tímar í hönd að við förum að nota góða veðrið og við það lamast félagslífið að sjálfsögðu. Að mati stjórnar Hugins hefur þetta gengið allbærilega og það er von okkar að við höfum náð að reka þær skyldur sem á herðar okkar voru upphaflega bornar. Viljum við því þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og gert það að verkum að félagslif í M.A. hefur blómstrað í vetur. ÞÓ ekki sé rétt að taka einhverja sérstaka út úr þeim hópi eiga þó ýmsir þeirra það skilið: Formaður L.M.A. Hermann Arason, Skúli Skúlason fyrir svo margþætt félagsstörf að of langt mál yrði upp að telja og formaður ÍMA, Karl Ólafsson, fyrir frábæra samvinnu við stjórn skólafélagsins. Þessir þrír hafa skarað fram úr að öðrum ólöstuðum. Á vegum Hugins komu Grænjaxlar í heimsókn til okkar í aprílmán- uði og sýndu 6 sinnum fyrir fullu húsi. Bókmenntafélagið hélt sína 4. kynningu á vetrinum 27. apríl og gestur þeirra var Pétur Gunnarsson rithöfundur. Alls mættu 160-170 manns og skemmtu menn sér konunglega. Fyrirhugað hafði verið að Þursaflokkurinn kæmi og héldi tónleika í Menntaskólanum, en því miður fórst það fyrir vegna þátttöku þeirra á Stranglers hljómleikunum, sem síðan varð engin vegna samningsbrots. Von okkar er sú að strax á næsta vetri getum við tekið upp þráðinn að nýju og haldið áfram að efla félagslífið. Það er ýmislegt sem við höfum vanrækt og vafalaust eru allir ekki ánægðir, því það hlýtur að vera ógerningur að gera öllum þeim nemendum sem hér eru til hæfis. Að lokum óskum við nemendum M.A. alls hins besta í komandi prófum og þökkum enn á ný fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Arnar Björnsson, formaður Hugins.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.