Muninn - 01.03.1978, Síða 16
VAhGREINAR
Á síðastliðnu hausti tók tii starfa nefnd, á vegum skólastj-
órnar, er gera átti tillögur ura hugsanlegar breytingar á valgreina-
kerfinu. Nefndin, sem skipuð var þrem fulltrúum nemenda og tveim
fulltrmm kennara ásamt konrektor, skilaði áliti um mánaðamótin
febrúar/mars. Skólastjórn sendi álitið þá hagsmunaráði og deild-
arstjóra- og kennarafundi til umfjöllunar. Er þessir aðilar höfðu
skilað áliti fjallaði hún um það og samþykkti eftirfarandi.
I) Valgreinar hjá hverjum nemanda skulu að jafnaði vera fimm,
hver þeirra þrjár námseiningar. Heimilt er að viðurkenna
nám í sérskóla sem valgrein, allt að 12 einingum. Nemandi
skal velja eina valgrein í fjórða bekk, og tvær í fimmta og
sjötta bekk. í sjötta bekk skal önnur valgreinin vera sjálf-
staett námsverkefni.
II) Nemendur velja greinar án annarra takmarkana en þeirra sem fel-
ast í sjálfu tilboði á valgreinum hverju sinni. Hverjum nem-
anda í sjötta bekk skal þó skylt að taka sérstakt námsverk-
efni og skrifa um það ritgerð í samráði við kennara. Gefa
skal tvær einkunnir fyrir þetta verkefni. Er önnur gefin
fyrir heimildasöfnun, meðferð heimilda og fræðilegt gildi, og
er það einkunn í valgrein. Hina einkunnina skal gefa sér-
staklega fyrir málfar og stíl ritgerðarinnar. Skal sú eink-
unn vera einkunn nemandans í íslenskum stíl á haustönn í 6.
bekk.
III) Leitast skal við að bjóða valgreinar þannig að tvíþættu mark-
miði með valgreinum sé náð. Nemendum sé eftir föngum gefinn
kostur á að nota sér valfrelsió jafnt til að 1) efla kunn-
áttu sína í kjarna- og kjörsviðsgreinum og 2) til að auka al-
menna menntun sína með því að leggja stund á nýjar greinar.
Til að þessum markmiðum verði náð, skal leitast við að bjóða
greinar úr þremur meginflokkum: STARFSNÁMI, SÉRNÁMI (tengdu
kjörsviði) og ALMENNU NÁMI.
IV) Allar valgreinar í skólanum skulu metnar til einkunnar eins
og aðrar greinar, sem kenndar eru. Sbr. þó VI. grein. Skóla-
stjórn bendir á að sömu kröfur um þekkingu og færni eru gerð-
ar .í valgreinum og öðrum greinum og festa og skipulag skal
ríkja þar ekki síður en í öðru námi og kennslu í skólanum.
V) Skólastjórn telur eðlilegt að deildarstjórar hafi með hönd-
um að ákveóa námsefni í valgreinum og fylgjast með kennslu
Frh. bls. 36.
16