Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1978, Side 24

Muninn - 01.03.1978, Side 24
N’AM ’l MENNTASK’OLA 1 byrjun febrúar var haldinn í setustofu heimavistar fjöl- mennur málfundur þar sem bæði kennarar og nemendur skiptust á skoðunum um tilhögun kennslu og prófa í M.A., og raunar málefni menntaskóla yfirleitt. Einn frummælenda var Kristján Kristjáns- son 5.F. Muninn fór þess á leit við Kristján að fá að birta inn- gangsávarp hans og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að engum grettistökum verð- ur lyft hér í kvöld þótt skeggrætt verði um tilhögun náms í menntaskóla. Skiptir þá ekki máli hversu gáfulegar niðurstöður okkar kunna að verða eða hve miklu mannviti verður úthellt. Ástæðan er einfaldlega sú að menntaskólar eru dauðadæmdar stöfnanir, nátttröll sem óvægið ljós menntamálaráðuneytisins rnun brátt breyta í kaldan stein. / Þessir skólar standa á gömlum merg en hafa þó verið í stöð- ugri þróun. SÚ framvinda hefur samt verið önnur og hægari en hjá menntastofnunum á lægri skólastigum. Tengsl menntaskólanna við fræðsluyfirvöld hafa lengst af verið mjög veik og breytingar í skólunum að mestu leyti orðið til innan frá, fyrir tilstilli s.kólastjóra, kennara eða kannski stundum nemenda. Þetta stingur í stúf við barna- og gagnfræðaskólana sem hafa verið leikvangur forkólfanna í menntamálaráðuneytinu en nemendurnir tilraunadýr og leiksoppar þeirra. Þetta sjálfræði menntaskólanna hefur gert þá um margt innbyrðis ólíka í tímans rás en það er skipulags- meisturum syðra skiljanlega mikill þyrnir í augum. Á því verð- ur líka ráðin full bót í nýja, staðlaða framhaldsskólanum. Ef til vill erum við því hér, nemendur góðir, í alveg ein- stakri aðstöðu og það þótt við sverjum okkur æ meira í ætt við landa okkar, síðasta geirfuglinn. Enn um sinn getum við í fullri alvöru rætt um hvað við vildum færa til betri vegar í þessum skóla, vitandi að tillit verður tekið til tillagna okkar i stjórn skól- ans þar sem við eigum fulltrúa. Við höfum enn ekki verið hneppt í fjötra skrifræðis og skipulagningar við Hverfisgötu. En er þá eitthvað sem betur mætti fara i skólanum okkar? Er einhverju að breyta? Til þess að svara svo viðamikilli spurn- ingu er nauðsynlegt að íhuga stöðu menntaskólanna innan fræðslu- 24

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.