Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1978, Page 27

Muninn - 01.03.1978, Page 27
HT: Áhugamannafélög.' Sjáðu nú til, leikhús er ekki áhuga- og at- vinnumennska, því að leikhús er þannig fyrirbrigði að það skiptir ákaflega litlu máli hvort þú hefur lært eitthvað eða ekki svo framarlega sem þú gerir hlutina vel. Aftur á móti er vont að vera atvinnumaður og vinna með heil- an hóp af fólki sem kann ekki neitt, og maður nær ekki fram öllu sem maður vildi. En það hvernig þau standa miðað við önnur leikfélög get ég bara ekki dæmt um, því það er ekki hægt að vera þáttakandi í sýningu og ætla svo að fara að dæma hana sjálfur. Hins veg- ar veit ég það að þessi sýning á eftir að verða mér mjög minnisstæð, því í þessum hóp er hægt að finna Edith Piaf, Marilyn Monroe, Humphrey Bogart og Elton John. Hvorki meira né minna. Ég held líka að skipun í hlutverk hafi tekist mjög vel, og það sé réttur maður á réttum stað í hverju hlut- verki, enda má það líka vera svo, þegar menn ætla sér að koma upp sýningu á 3 vikum. Það má nú líka .þakka því hvað samstarfið hefur verið gott, að þetta hefur tekist svona vel. Blsn: NÚ hafa þetta verið mjög strangar æfingar. Hefur fólkið mætt vel? HT: Já, mjög vel, því þau vita að ef þau mæta illa, þá kemur það mest niður á þeim sjálfum og meðan þau kvarta ekki er allt í lagi. Hins vegar er þetta gífurlegt álag á þeim að vera bæði í skóla og æfa svona stíft líka, en ég hugsa að áhuginn vinni töluvert upp á móti erfiðinu, svo þetta er nú ekki eins voðalegt og mönnum kann að virðast í fyrstu, því maður með raunverulegan áhuga á einhverju máli fórnar nær hverju sem er fyrir áhugamálið. Blsn: Hvað finnst þér um aðstöðuna sem þau í leikfélaginu hafa fyrir sína starfsemi? HT: Ég myndi færa félagsmálakompuna eitthvað í burtu, stækka sviðið í Möðruvallakjallaranum og gera þar almennilegt leik- svið. Skólinn þarf að eiga eigið leiksvið, því það er ómögulegt að vera bundinn af kenjum L.A. Raunar er þetta mál með að- stöðuna í leikhúsinu það eina sem mér hefur fundist miður í sambandi við þessa sýningu. Blsn: Finnst þér grundvöllur fyrir því að fara í ferðalag með þetta verk? HT: já, alveg hiklaust, því það er alveg sjálfsagt að sýna fyrir fleiri en sjálfa sig, þó svo að það sé kannski dýrt, þá er 27

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.