Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1978, Page 34

Muninn - 01.03.1978, Page 34
Nám í menntaskóla frh. Þá tel ég heillavænlegast, ef hægt er að koma því við, að nemend- ur vinni 1-2 sjálfstæð verkefni á hverri önn i einni grein inn- an kjörsviðs síns og komi skýrsla eða ritgerð um það i stað prófs i greininni. Heppilegast væri að sýna nemendum tilhliðrunarsemi í tímasókn í þeirri grein sem verkefnið heyrir undir. Þessari verkefnavinnu er a.m.k. mjög auðvelt að koma við í mála- og fél- agsfræöideild en í síðari deildinni, þar sem ég þekki best til, hafa einmitt verið gerðar athyglisverðar tilraunir á þessu sviöi. NÚ síðast má nefna þá tilhögun í sögukennslu á vorönn að ekkert próf verður tekið í greininni en nemendur skila einni, sjálf- stæðri ritgerð sem einkunn verður gefin fyrir. Ég tel ekki rétt að ræða frekar um valgreinar fyrr en til- lögur valgreinanefndar hafa verið kynntar fyrir nemendum en í þeim er m.a. lagt til að félagsstörf nemenda verði metin til punkta og er það vel. Ekki ætla ég m<=r í þf=c;SU stutta spjalli að útfæra nánar þessar uppástungur. Megininntak þeirra er að kennslan í M.A. miðist við að kenna nemendum að vinna, að takast skipulega á við viðfangsefni sín, að afla sér upplýsinga og þekkingar sjálfstætt og tjá síðan niðurstöður sínar á skriflegan eða munnlegan hátt. Að lokum vil ég varpa þeirri spurningu fram til ykkar, nem- endá, hvort próf sem einvöröungu byggja á upptalningu innihalds- lausra minnisatriða hafi ekki endanlega gengið sér til húðar? Kristján Kristjánsson 5.F. Ótímabær vorfiðringur á góu. (frh.) ÞÓtt flestu hafi hrakað hérlendis frá kristnitöku þá vitum við enn að það má ekki pissa upp í vindinn. Megi landsmönnum takast að halda geðheilsu sinni sem lengst eða sturlast ella. Síðan kemur vorið og gamla skólahúsið syðst á brekkubrúninni rekur upp hlátur svo gríðarlegan að útilegumanninum léttist byrðin. Á meðan vorið skartar sínu fegursta má enginn ganga með haust- rykið í skónum. öö inn Jónsson. 34

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.