Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 5

Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 5
Kirkjuritið. Jólaprédikun. 395 ekki að mörgu leyli undarlegt og æfintýri líkast að hugsa um þessa stærstu fagnaðarhátíð mannanna? Fyrir meira en 19 öldum fæðist lítið barn lijá afskektri þjóð í fjar- lægri heimsálfu liina fyrstu jólanótt. Hann fæðist í fjár- húsi, og liálmbeður er vaggan hans, af því að mennirnir úthýstu honum strax, áður en hann fæddist. Og þegar hann óx upp, og' hóf starf sitt fyrir mennina, þá var hann misskilinn, tortrygður og' smánaður, og að lokum ofsóttur og deyddur eins og illræðismaður, og menn skóku höfuð sín og formæltu nafni hans í dauðanum. En nú, nú ber hann það nafn, sem liverju nafni er æðra. Nú lúta lionum miljónir í lotningu og tilheiðslu. Nú eru jólin — afmælið hans — dýrðlegasta fagnaðar- hátíð veraldarinnar. Nú hljómar lofgjörð hans um allar álfur, menn tigna hann og' tilbiðja. Menn elska hann og þakka honum. Menn nefna hann frelsara sinn og drotl- in. Hvað veldur þessari afskaplegu breytingu? Ilvað lief- ir Jesús — jólabarnið — gjört fyrir oss mennina, að slíkur Ijómi skuli leika um hann og stafa frá honum um aldir? Svörin við slíkum spurningum eru harla ólík og furðu margvísleg, og liafa ávall verið það. Og einmitt það, livað svörin eru ólík, sýnir oss máske allra skýrast yfirhurði frelsarans yfir alla menn. Hann hefir orðið svo að segja öllum alt. Iljá honum hafa mennirnir fundið huggun í þyngstu raunum, hugrekki í þrengingum, styrk í freistingum, þrótl i hörmum. Þar liafa þeir fundið hjartsýni og' vonir, þrek og trú, fyrirgefning og kærleika. Og eftir því livaða strengi Kristur liefir dýpst snortið í hverri sál, eftir því fara svör einstaklinganna við því, i hverju hjálpræði hans sé fólgið. Einn telur dýrmætustu gjöf Jesú vera þá, að hann hafi kent oss að þekkja Guð sem hinn kærleiksríka föð- ur, sem vér öll megum treysta skilyrðislaust. Aðrir telja upprisu hans stærstu gjöfina, og með henni vissuna um ódauðleikann og framhaldslíf sálarinnar eftir líkams- dauðann. Enn aðrir skoða frelsarann einkum sem liina

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.