Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. KRISTUR. Þú lifir enn, i ljóma dýrðar þinnar. Þú lifir enn, í barnsins von og trú. Þú lifir enn, í leynum sálar minnar, og lífið mitt er aðeins, aðeins þú. Þú huggar ennþá hjörtun aumu’ og þjáðu; þín heyrist röddin enn með styrk og von. Þú hjúkrar enn þeim hrjáðu, veiku‘ og smáðu, og heim þú ennþá leiðir týndan son. Þú lifir enn sem maður meðal manna, sem mildur bróðir vor í neyð og sorg, — og um þig geislar guðdóms-eðlið sanna og gliti slær á mannlifs rykug torg. Þú ert vor hjálp við alls hins góða sáning; þú ert vor gleði’ um lífsins birtuskeið; þú ert vor likn í öllum harmi’ og' þjáning; þú ert oss sá, sem vísar lieim á leið. Og orð þín munu æ i gildi standa, og ekkert geta skilið þig oss frá. Þú dvelur enn hjá lýðum heimsins landa, þú lifir enn í hjartans instu þrá. Jakob Jóh. Smári.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.