Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 25
Kirkjuritið. Minningarhátíð siðbót. í Danmörku. 415
enginn þeirra meira en 10—15 minútur, en með þvi að
túlka þurfti ræður sumra hinna erlendu gesta, var þess-
ari atliöfn ekki lokið fyr en klukkan var liálfgengin sjö.
Klukkan 7 var efnt til kirkjulegs hljómleiks i Hallar-
kirkjunni, sem sérstaklcga hafði vcrið boðið til. Var
þar leikið gamalt „oratorium“, er nefndist L&mparnir
(Lampades). Á sama tíma var siðbótarinnar minst á
háskóla Kaupmannahafnar; flutti þar dr. Valdimar Am-
mundsen biskup snjalt og merkilegt erindi um þýð-
ingu siðbótarinnar í menningarlegu tilliti, fyrir fullu
hiisi. En sá er þelta ritar komst því miður ekki á þessar
samkomur, en notaði kveldstundirnar til að hvíla sig
eftir erfiði dagsins, áður en gengið yrði til síðasta þátt-
arins á dagskrá dagsins, en það var kveldveizla (souper)
á biskupssetrinu, er hefjast skyldi kl. 9 um kveldið. Var
þar svo mikill sægur gcsta saman kominn, sem biskups-
setrið rúmaði — um 80 manns. — Veitingar allar voru
með ágætum og dvölin liin ánægjulegasta í alla staði
á heimili liinna ungu og elskulegu biskupshjóna (dr.
Fuglsang Damgaard er yngstur allra dönsku biskup-
anna, aðeins 46 ára, og frú hans (prestsdóttir, fædd á
Grænlandi 10 árum yngri).
Um kvöldið voru turnar höfuðkirkna borgarinnar
skrautlýstir og var það fögur sjón.
Laugardaginn 31. október ókum vér liátíðargestir kl.
11 y2 út til Sorgenfri-hallar. Var þar boð inni til morg-
unverðar hjá konungshjónum. Fengum vér þar hinar
ljúfustu viðtökur. Kl. 2 var snæðingi lokið, og héldu þá
allir gestirnir aftur inn til borgarinnar nema sá, er
þetta ritar; því að Knúlur prins vildi fyrir hvern mun
sýna mér heimili sitt, sem er skamt frá höll konungs.
Sat ég stundarkorn hjá þeim hjónum, og var mér síðan
ekið í híl prinsins inn til Khafnar. Er heimili þessara
ungu hjóna hið viðfeldnasta í alla staði, þótt ekki hafi
þau mikið um sig. Við þessa samfundi á Sorgenfri var
mikið rætt um íslandsförina í sumar. Létu konungs-