Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Minningarhátíð siðbót. í Danmörku. 40f.
endurreisa kirkjuna, — þó ekki sem sóknarkirkju (þvi
að þess þótti ekki þörf á þeim stað í borginni), heldur
sem samkomuhús — hæði andlegt og' veraldlegt. (Hin
síðari árin hafa t. a. m. verið fluttar þarna bæði íslenzk-
ar og færeyskar guðsþjónustur, en jafnframt hafa
„borgaralegar fermingar“ verið látnar fara þar fram).
Að þetta kirkjuliús var nú valið lil þess að hyrja þar
þessi minningarhátíðahöld, stóð í sambandi við það, að
hin gamla Nikulásarkirkja, sem þar stóð áður, var
fyrsta Kliafnar-kirkjan, þar sem flutt var guðsþjónusta
samkvæmt hinum nýja, evangeliska, sið af einum af
forvígismönnum siðbótarinnar, Hans Tavsen, hróður
af Jóhanníta-lifnaði (löngu síðar biskupi í Rípum).
Tavsen hafði áður prédikað „evangelíum“ í Véhjörg-
um við geysimikla aðsókn, en 1529 verið kvaddur
af Friðriki konungi I. til að vera sóknarprestur við þessa
Nikulásarkirkju í Kliöfn, sem við það varð „vagga sið-
bótarinnar“ i sjálfum höfuðstaðnum.
Bæjarstjórn Kliafnar gekst fyrir því, að þessi minn-
ingarhátið var haldin á þessum stað, en einn af borgar-
stjórunum, dr. E. Ivaper, átti forsæli í forslöðunefnd
þessara minningarhátíðahálda.
Fyrir troðfullu liúsi áheyrenda, sem sérstaklega hafði
verið boðið og allir voru skrýddir hátíðabúningi, flutti
þetta kvöld liinn ungi skriftafaðir konungs vors og
prófastur við Holmenskirke, dr. theol. Michael Neiien-
dam, alllangt erindi um upphaf siðbótarinnar þar í
landi. Var það þrungið af sögulegum lærdómi og flutt
af mikilli mælsku, enda er dr. Neiiendam hvorttveggja
í senn sprenglærður kirkjusagnfræðingur ogmeð afbrigð-
um vel máli farinn. Var þá líka gerður liinn hezti róm-
ur að þessu erindi hans. Á undan erindinu voru fyrst
sungin af fimm manna söngflokk tvö erindi fornkirkju-
lega sálmsins „Gloria in excelsis“ í elzlu dönsku þýð-
ingu hans, en síðan af öllum kirkjugestunum „Dagvís-
an“ gamla í þýðingu Grundtvigs: „Den signede Dag mcd