Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 13
KirkjuritiS.
FRÁ FJÖGURRA ALDA
MINNINGARHÁTÍÐ SIÐABÓTAR-
INNAR I DANMÖKU.
Hinn 30. oklóber næstliðinn voru liðin nákvæmlega
100 ár frá því er siðbótin var lögfest í Danmörku og
hið evangeliska skipulag á öllu tiðahaldi, og kristni-
haldi yfirleitt, samþykt og fyrirsldpað þar í landi.
Þetta afnám hins rómverska-kaþólska kristnihalds
hafði að sjálfsögðu í för með sér gjörbreytingu á ahri
stjórn kirkjunnar mála. Þessari breytingu á kristni-
haldinu var þó engan vegin dembt yfir þjóðina
óundirhúna. Á undan hafði farið þjóðleg vakning, sem
á fyrsta skeiðinu lýsli sér i vaxandi óánægju með Iiina
ríkjandi kirkju. Hún var þvi í fyrstu fremur neikvæðs
eðlis en jákvæðs. En þetta breyltist fljótt við þær radd-
ir, sem um þessar mundir bárust sunnan af Þýzkalandi,
og við fregnirnar um glæsilegar sigurfarir hinnar evan-
gelisku hreyfingar, sem vakin var þar syðra. Mönnum
gat ekki lengur dulizt, að þær raddir voru sannleikans
megin, sem ótvírætt héldu því fram, að rómverska
kirkjan In-fði í flestum greinum fjarlægst fagnaðarmál
kristinnar trúar í þess upprunalegu mynd, eins og það
væri flutt í heilagri ritningu, sérstaklega í ritum Nýja-
testamentisins. Þessi undirbúningur stuðlaði ekki minst
að tiltölulega skjótum sigri liinnar evangelisku hreyf-
ingar þar í landi.
Enginn sögulegur viðburður hefir valdið öðrum eins
aldalivörfum í dönsku þjóðlifi og lögfesting siðbótar-