Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. Vetrarhjálpin. 427 Þegar komið er út úr kirkjunni að lokinni jólamess- unni, mætir manni annað undrunarefnið; það er enn dimt yfir og hvar sem maður fer um horgina, hvort það er framhjá stórhýsum eða smáhýsum, þá blakta í hverj- um glugga frá kjallara til kvists, á bakhlið sem forhlið — tvö eða þrjú lítil kertaljós. — Þannig heilsa Svíar helgi jólanna, með því hver fyrir sig að vísa leiðina með ljósum inn í sitt hús og sitt heimili. Leið okkar lá út úr horginni, þangað sem glitrandi snæviþakinn skógurinn teygði greinar sínar mót al- stirndum himni. Þar var þögn og undra-fegurð. — Helgi jólanæturinnar titraði um hauður og höf. Garðar Svavarsson. VETRARHJÁLPIN í REYKJAVÍK, Vetrarhjálpin í Reykjavík tók til starfa 1. desember. Eru sömu menn og í fyrra yetur i stjórn hennar: Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, Ásmundur Guðmundsson háskólakennari, Magda- lena Guðjónsdóttir hjúkrunarkona. Magnús V. Jóliannesson fátækrafulltrúi, Stefán A. Pálsson heildsali (framkvæmdarstjóri Vetrarlijálparinnar), Þorsteinn Bjarnason körfugerðarmaður og Þuríður Þorvaldsdóttir hjúkrunarkona. Starfið er enn sem fyr að vissu leyti safnaðastarf. Bæjarbúar munu eflaust veita mikla hjálp eins og áður, en vet- urinn 1935—ö námu gjafir þeirra í peningum 13779.30 kr. og í vörum 19463.20 kr. Þörfin er einnig mjög mikil, eins og ráða má af úthlutuninni i fyrra. Þá var m. a. útlilutað 9391 litr. af mjólk, 70800 kg. af kolun,i og 5450 flíkum. Nokkurrar lijálpar nutu 630 fjölskyldur og 245 einhleypir menn, alls 2908 manns. Kirkjuritinu er ókunnugt um það, livort hliðstætt starf er unn- ið i öðruin kaupstöðum eða sveitum landsins, en víst er, að þjóð- ina mun ekki skorta til þess hjálparhug. Hér er því ærið verk fyrir söfnuðina að vinna, og myndi margt gott liljótast af. Kosning í kirkjuráð. Próf. Ásmundur Guðmundsson hefir verið kosinn í kirkjuráð í stað Sigurðar P. Sívertsens prófessors.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.