Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 8
398 Sveinn Víkingur: KirkjnritiS. með valdi þekkingar og kærleika. Þar var elcki starfað fyrst og fremst til þess að auðga sjálfa sig, heldur til liins að vinna heildinni gagn. Og þar voru mennirnir bjartsýnir og hugsterkir, því að þeir treystu Guði sínum, elskuðu liann, og lögðu öruggir all í lians styrku hö'nd. Þetta var sú jörð, sem Jesús vildi gefa mönnunum, sú jörð, er samboðin væri binum bjarta himni kærleikans. Og lífsstarf Jesú Krists var í því fólgið að kenna og hjálpa mönnunum til þess að skapa slíka jörð, þar sem bróðurkærleikurinn drotnar, trúin vermir og huggar og réttlætið býr. En mennirnir smáðu þær gjafir frelsara síns og of- sóttu hann sjálfan. Þeir negldu hann á krossinn á Gol- gota. Þeir lögðu líkama hans í gröfina og veltu þung- um steini fyrir grafardyrnar. Þeir hrósuðu sigri — um stund. En þá gjörist undrið. Stcininum er velt í burt, og Kristur rís upp í ævarandi dýrð. IJann lifir. Ilann elskar oss enn, hjálpar enn, frelsar enn. Enn í dag slanda gjafir lians mönnunum til boða: Nýr himinn og ný jörð, þar sem réttlætið býr. Fullar 19 aldir eru nú liðnar, síðan jólabarnið Jesús Kristur gaf oss mönnunum sína mildu gjöf, nýjan him- in og nýja jörð. En -- höfum vér þegið þá gjöf? Þriðj- ungur mannkynsins hefir að nafninu til þegið liana lil hálfs. IJinir hafa hafnað henni. Vér liöfum þegið nýjan himin. Vér höfum hafnað nýrri jörð. Vér höfum valið léttara hlutskiftið, að þiggja án þess að gefa, þiggja himingjöf frelsarans, en vanrækt að hjálpa honum til þess að skapa nýja jörð. Það er vor mikla ógæfa. Vér trúum því, að kærleiki Guðs hafi opinlærast oss með fegurstum hætti í Kristi Jesú. Kærleiki Ivrists, eins og hann birtist oss í lífi lians og starfi hér á jörð, er oss hin mikla trvgging fyrir þvi, að yfir oss livelfist bjartur himinn eihfðarinnar og lcærleikans. Það er dýrleg gjöf. Það er hið mikla þakkarefni hverrar einustu jólahátíð- ar. „Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nætur yfir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.