Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 28
418
Jón Helgason:
Kirkjurilið.
Gruntvigskirkjunni var svo haldið út fyrir Friðriksberg,
þar sem heitir i Valby, og þar skoðuð ein af smákirkj-
unum, sem þar hefir verið reist af Kirkefondet
(Tímóteusarkirkja svonefnd) og önnur enn smærri
kirkja, gerð úr bá'rujárni, klædd að innan með kokolit-
plötum. Hefir hin síðarnefnda kirkja verið reist til
bráðabirgða á svonefndum „Fengersvej“, en áformað
er að flytja hana þaðan á einhvern annan stað jafn-
skjótt og „Kirkefondet“ sér sér fært að reisa aðra kirkju,
stærri og úr varanlegra efni, á þessum sama stað. Því
miður varð okkur of dvalsamt við skoðun þessara
kirkna lil þess, að okkur veittist timi til að skoða fleiri
kirkjur en þessar, sem nú hafa nefndar verið. En það, sem
við fengum séð og skoðað, nægði til þess að gefa oss hug-
mynd um kirkjumál Kaupmannaliafnar og það feikn-
arstarf, sem unnið liefir verið að því að sjá höfuðborg-
inni fyrir nægilega mörgum guðshúsum. Þegar sá, er
þetta ritar, kom til Kaupmannahafnar í fyrsta sinn fyr-
ir nákvæmlega 50 árum (1886), voru kirkjuhús borgar-
innar 37 að tölu. Nú munu vera þar í borginni milli 70
og 80 kirkjur, þar sem á hverjum sunnudegi eru flutt-
ar guðsþjónustur. Og þó er enn kvartað sáran yfir því,
að mikið vanti á að fullnægt sé kirkjuþörfinni. Öllum
vinum kirkjunnar skilst nú æ hetur og betur, að það
hefir hina meslu þýðingu fyrir alt kristnihald þjóðar-
innar, að höfuðstaðarbúum sé séð fyrir nægilega mörg-
um kirkjum og ekkert sparað til að liafa áhrif í trúar-
og siðgæðisáttina á þúsundin mörgu, sem þar ala aldur
sinn umkringdir af hverskonar freistingum, þvi að frá
höfuðhorginni berast allir straumar, hollir og óhollir,
út yfir hygðir landsins.
Sunnudagurinn 1. nóvember var síðasti dagur hinnar
eiginlegu minningarhátíðar siðbótarinnar. Var þann
dag efnl til hátíðarguðsþjónustu í öllum kirkjum lands-
ins, með nýju guðsþjónustuformi og sérstöku sálmavali
fyrir guðsþjónusturnar þennan dag. Alveg sérstaklega