Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Minningarhátíð siðbót. í Danmörku. 413 þjónum Guði í kirkjunni, á heimilinu og á vinnustöð- inni. Ábyrgð hvílir á oss öllum, því að vér erum öll prest- ar. Heimurinn er nú í mesta öngþveiti staddur, af þvi að hann hefir rofið samband sitt við Guð. En boðskap- ur siðbótarinnar er á öllum tímum hinn sami: „Hverfið aftur til drottins, Guðs yðar!“ Mætti sá boðskapur nú ná til eyrna vorra og bjarlna! Mannlífið er skamm- vint. „Alt hold er sem gras“ — þetta er ómur dánar- kluklainnar. En frá siðbótinni berst oss sterkur ómur sigurklukkunnar: „Orð drottins varir að eilífu“. Eilifum Guði, sem einn hefir ódauðleika, sem enginn maður leil né litið getur, honum sé heiður og eilífur máttur um aldir alda! Þetta var, í sem fæstum orðum, aðalefni hinnar þung- vægu prédikunar biskupsins. Eftir prédikun söng kirkjukórinn sem „antifoniu“ orðin, sem biskupinn hafði notað sem texta sinn. Þá var nýr sálmur (eftir prestinn Har. Vilstrup) sunginn með laginu: „Gleð þig, Guðs sonar brúð“, tónuð stutt kollekta og lýsl drottinlegri blessun yfir söfnuðinum. Að því loknu var sungið sálmversið alkunna: „Þitt orð er, Guð, vort erfðafé“, og síðan lesin útgöngubæn. Tæmdist þá kirkjan smámsaman. Gengu kennimenn allir fyrst úr kirkjunni fylktu liði til hringsalarins, því næst konungs- hjónin og skyldulið þeirra og síðan aðrir lcirkjugestir. Var það sameiginlegt álit allra viðstaddra, að guðs- þjónusta sú, er hér fór fram, hefði í öllu tilliti verið samboðin hátíðartilefni dagsins. — Eftir að menn böfðu snætl morgunverð, þusti múgur og margmenni lil Gamlatorgs til þess að liorfa á sýnileik frá siðbótatímunum, sem þar skyldi sýna. Má vera, að sumum liafi þótt sá þáttur hátiðahaldsins ærið óskjdd- ur hinum kirkjulegu aðaltilgangi þess. En hvað sem um það má segja, þá var þessum veraldlega þætti, sem hér fór fram, vel tekið af þeim manngrúa, sem þarna var samankominn á torgunum báðum, Gamla- og Nýjatorgi,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.